Enski boltinn

Petr Cech frá í þrjár til fjórar vikur - meiddist á æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech og Andre Villas-Boas.
Petr Cech og Andre Villas-Boas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Petr Cech, markvörður Chelsea og tékkneska landsliðsins, meiddist á æfingu hjá liðinu í gær og verður frá keppni næstu þrjár til fjórar vikurnar. Félagið staðfesti þetta í dag.

Cech er með sködduð liðbönd í hné eftir að hafa meiðst í lok æfingar hjá Chelsea í gær. Cech datt víst vandræðalega á hnéð með fullum þunga og óttuðust Chelsea-menn í fyrstu að meiðslin væru enn alvarlegri en sem betur fer var svo ekki.

Portúgalinn Hilario og Ross Turnbull keppa um markvarðarstöðuna í næstu leikjum Chelsea en það búast flestir við því að stjórinn Andre Villas-Boas velji frekar landa sinn Hilario.

Petr Cech er 29 ára gamall og er að fara að spila sitt áttunda tímabil með Chelsea-liðinu. Hann kom til liðsins 2004 og hefur tvisvar fengið gullhanskann sem besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×