Erlent

Fjarlægja ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna

Norski verslunarrisinn Coop hefur tímabundið fjarlægt ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna í Útey en hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik spilaði slíka leiki. Verslunarmaður í BT segir ekki standa til að hætta sölu á ofbeldisleikjum og hvetur foreldra til að virða aldurstakmörk.

Margir hafa velt fyrir sér hugsanlegum skýringum á gjörðum hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik. Auk þess að vera öfgafullur þjóðernissinni sem hataðist við innflytjendur og verkamannaflokkinn spilaði hann ofbeldisfulla tölveiki.

Nú hafa fjölmargar norskar verslanir fjarlægt slíka leiki úr hyllum, af virðingu við fórnarlömbin í Útey.

„Við höfum ekki brugðið á það ráð að taka þá úr hyllum, heldur er fylgst grannt með að fólk undir aldri sé ekki að ná sér í þessa leiki. Undir eftirliti foreldrar að krakkar séu ekki að spila þetta." segir Jóhannes Axelson, starfsmaður BT.

Hann segir þá sem kaupi þessa leiki á öllum aldri en ungir krakkar séu oft spenntir fyrir því sem bannað er. Hann segir BT vekja athygli á merkjunum og hvetur foreldra til að virða þær merkingar sem séu á leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×