Innlent

Ellen myndi gleðja mörg hjörtu ef hún yrði viðstödd gönguna

Frá gleðigöngunni
Frá gleðigöngunni Mynd úr safni
„Hún er ekki á okkar vegum," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, sem situr í stjórn Hinseigin daga sem hefjast á fimmtudaginn næstkomandi.

Grínistinn, leikkonan og þáttastjórnandinn Ellen er stödd hér á landi en það sást til hennar í búðinni Söstrene Grene Smáralind í gær. Líklegt er að Ellen verði viðstödd gleðigönguna sem fer fram á laugardaginn en gangan hefur stækkað með hverju árinu og sækja sífellt fleiri hana með hverju árinu.

Eva María segir að Ellen sé mikið átrúnaðargoð hjá lesbíum en einnig hjá hommum. „Hún er mjög stórt nafn og það eru fáir sem þekkja hana ekki. Hún hefur gert heilmikið fyrir okkur og hefur grínast mikið með sína kynhneigð, enda er hún aðallega grínisti.“ Ef Ellen verður viðstödd gönguna á laugardaginn segir Eva María að það yrði mikill heiður. „Það er ekki spurning að hún myndi gleðja mörg hjörtu.“

Undirbúningurinn fyrir gönguna gengur vel að sögn Evu Maríu. „Það er mikið að gera og allt í fullum undirbúningi svo á fimmtudagskvöldið hefst hátíð formlega. Þetta verður bara skemmtilegt,“ segir hún að lokum.


Tengdar fréttir

Stórstjarnan Ellen Degeneres í Smáralind

Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen Degeneres er í heimsókn á Íslandi, mögulega í tengslum við Gay Pride-hátíðina sem er að hefjast. Ellen er sjálf lesbía og hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×