Innlent

Stórstjarnan Ellen Degeneres í Smáralind

Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen Degeneres er í heimsókn á Íslandi, mögulega í tengslum við Gay Pride-hátíðina sem er að hefjast. Ellen er sjálf lesbía og hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra.

Í gær lagði hún leið sína í Smáralindina og verslaði meðal annars í Söstrene Grene. Kristín Reynisdóttir, eigandi verslunarinnar, segir það vissulega hafa komið skemmtilega á óvart að hitta Ellen. „Mér fannst bara gaman að hún væri að versla í Söstrene Grene," segir Kristín.

Hún vill sem minnst segja um veru Ellenar í búðinni enda er henni í mun um að halda trúnað við viðskiptavini. „Hún var bara indæl og brosmild," segir Kristín.

Ellen var í versluninni ásamt annarri konu, mögulega aðstoðarkonu sinni. Hún er gift leikkonunni Portia De Rossi, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í lögfræðiþáttunum Ally McBeal.

Uppfært:

Ekki var þarna um að ræða Ellen Degeneres heldur þýskan tvífara hennar. Sjá frétt hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.