Enski boltinn

Tevez fékk lengra frí

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez á æfingu með City fyrr á þessu ári.
Carlos Tevez á æfingu með City fyrr á þessu ári. Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez mun ekki spila með Manchester City gegn Manchester United á sunnudaginn þegar að liðin mætast í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn í Englandi. Markar það upphaf keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Tevez fékk leyfi frá City til að vera lengur í fríi en hann á að mæta til æfinga á mánudaginn. Tevez hefur lýst því opinberlega yfir að hann sé ekki ánægður með lífið í Englandi og að hann vilji komst í burtu frá félaginu.

Brasilíska félagið Corinthians lagði fram tilboð í Tevez upp á 40 milljónir punda sem City samþykkti en þó varð ekkert úr félagaskiptunum.

Tevez hefur einnig verið orðaður við Real Madrid og Inter Milan en sem stendur er hann enn leikmaður City og það mun hann virða, samkvæmt því sem umboðsmaður hans hefur sagt fjölmiðlum ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×