Enski boltinn

Zhirkov farinn frá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zhirkov í leik með Chelsea.
Zhirkov í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Miðvallarleikmaðurinn Yuri Zhirkov hjá Chelsea er genginn til liðs við rússneska félagið Anzhi Makhachkala. Samdi hann við félagið til næstu fjögurra ára.

Zhirkov kom til Chelsea árið 2009 frá CSKA Moskvu en náði sér aldrei almennilega á strik með félaginu. Hann er 27 ára gamall og rússneskur landsliðsmaður.

Rússneski milljarðamæringurinn Suleiman Kerimov er eigandi Anzhi og hefur verið duglegur að kaupa þekkta leikmenn að undanförnu. Til að mynda fékk hann Brasilíumanninn Roberto Carlos til að semja við félagið.

Kaupverðið er óuppgefið en Chelsea keypti hann á átján milljónir punda frá CSKA Moskvu á sínum tíma. Hann lék alls 48 leiki með Chelsea og skoraði í þeim eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×