Íslenski boltinn

Guðmundur samdi við ÍBV til tveggja ára

Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV en hann gekk í raðir úrvalsdeildarliðsins fyrir þetta keppnistímabil í Pepsideildinni í fótbolta. Guðmundur er frá Selfossi og er bróðir Ingólfs sem oftast er kenndur við Veðurguðina.

Guðmundur er 19 ára gamall og hefur hann komið við sögu í 11 leikjum á tímabilinu og í fjórum bikarleikjum en ÍBV féll úr keppni í Valitor bikarnum s.l. miðvikudag eftir 2-0 tap gegn Þórsurum á Akureyri.  Guðmundur leikur sem framliggjandi miðjumaður eða kantmaður. Hann á að baki 13 leiki með U19 ára landsliði Íslands og 5 leiki með U17 ára landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×