Segir Breivik leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó 31. júlí 2011 18:58 Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. Breivik, sem hefur 77 mannslíf á samviskunni, notar tímann í einangrun í fangelsinu til að skrifa ræður á milli þess sem hann er í skýrslutökum hjá lögreglu. Fyrrverandi vinir Breiviks segja í samtali við breska dagblaðið The Telegraph í dag að ekkert í hegðun hans og framkomu hafi bent til þess að hann væri veikur á geði. Peter Svaar, gamall skólafélagi hans, segir allt sem gerst hafi eftir ódæðisverkin í Osló og Útey virðist hafa fylgt áætlun Breiviks. Hann segist óttast að hann sé að leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó. Átta dögum eftir árásina virðist Breivik enn sem fyrr afar upptekinn af ímynd sinni og útliti. Hann hefur neitað að láta taka mynd af sér í fangelsinu af ótta við að nýjar myndir af sér þaðan verði þá birtar í stað þeirra sem hann setti sjálfur á veraldarvefinn, en á þeim er hann vel til hafður og greiddur, ýmist prúðbúinn eða í einkennisfatnaði. Breivik krafðist þess að fá að klæðast sérstökum hermanna einkennisklæðnaði í fangelsinu en ekki var orðið við þeirra kröfu. Óskaði hann því eftir því að klæðast rauðri Lacoste peysu, bæði í dómssalnum og hjá lögreglu og er hann var fluttur til og frá fangelsinu. Fyrrum vinir Breiviks segja hann hafa verið afar upptekinn útliti sínu og einn vinur hans segir hann hafa viðurkennt fyrir sér í samkvæmi fyrir nokkrum árum að hafa farið í lýtaðgerð í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi látið laga bæði nef sitt og höku. Lýtaðgerð fyrir Breivik, sem þá var aðeins 21 árs, virðist hafa verið rökrétt næsta skref til að ná útlitslegri fullkomnun. Breivik, sem enga iðrun hefur sýnt, viðurkenndi í skýrslutöku í gær að hafa ætlað til Úteyjar á meðan Gro Harlmen Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra dvaldist í eynni en hún flutti þar ávarp á samkomu ungliðahreyfingar verkamannaflokksins. Aftenposten greindi frá því að umferðaröngþveiti vegna bílslyss í Osló og vegaframkvæmdir hefðu seinkað áformum Breiviks og leiða megi að því líkum að tafirnar hafi bjargað mörgum mannslífum en Brundtland var farin úr eynni þegar Breivik mætti þangað og hóf skothríð á norsk ungmenni. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. Breivik, sem hefur 77 mannslíf á samviskunni, notar tímann í einangrun í fangelsinu til að skrifa ræður á milli þess sem hann er í skýrslutökum hjá lögreglu. Fyrrverandi vinir Breiviks segja í samtali við breska dagblaðið The Telegraph í dag að ekkert í hegðun hans og framkomu hafi bent til þess að hann væri veikur á geði. Peter Svaar, gamall skólafélagi hans, segir allt sem gerst hafi eftir ódæðisverkin í Osló og Útey virðist hafa fylgt áætlun Breiviks. Hann segist óttast að hann sé að leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó. Átta dögum eftir árásina virðist Breivik enn sem fyrr afar upptekinn af ímynd sinni og útliti. Hann hefur neitað að láta taka mynd af sér í fangelsinu af ótta við að nýjar myndir af sér þaðan verði þá birtar í stað þeirra sem hann setti sjálfur á veraldarvefinn, en á þeim er hann vel til hafður og greiddur, ýmist prúðbúinn eða í einkennisfatnaði. Breivik krafðist þess að fá að klæðast sérstökum hermanna einkennisklæðnaði í fangelsinu en ekki var orðið við þeirra kröfu. Óskaði hann því eftir því að klæðast rauðri Lacoste peysu, bæði í dómssalnum og hjá lögreglu og er hann var fluttur til og frá fangelsinu. Fyrrum vinir Breiviks segja hann hafa verið afar upptekinn útliti sínu og einn vinur hans segir hann hafa viðurkennt fyrir sér í samkvæmi fyrir nokkrum árum að hafa farið í lýtaðgerð í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi látið laga bæði nef sitt og höku. Lýtaðgerð fyrir Breivik, sem þá var aðeins 21 árs, virðist hafa verið rökrétt næsta skref til að ná útlitslegri fullkomnun. Breivik, sem enga iðrun hefur sýnt, viðurkenndi í skýrslutöku í gær að hafa ætlað til Úteyjar á meðan Gro Harlmen Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra dvaldist í eynni en hún flutti þar ávarp á samkomu ungliðahreyfingar verkamannaflokksins. Aftenposten greindi frá því að umferðaröngþveiti vegna bílslyss í Osló og vegaframkvæmdir hefðu seinkað áformum Breiviks og leiða megi að því líkum að tafirnar hafi bjargað mörgum mannslífum en Brundtland var farin úr eynni þegar Breivik mætti þangað og hóf skothríð á norsk ungmenni.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira