Enski boltinn

Beckham: Manchester City verður aldrei stærra en Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Beckham viðurkennir að Manchester City verði verðugur andstæðingur fyrir Manchester United á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni en hann breytir samt ekki um þá skoðun sína að Manchester City verði aldrei stærra en Manchester United

„Þeir eru að ná sér í góða leikmenn og þeir eru með sterka menn með mikla peninga á bak við sig. Þeir munu því örugglega verða betri," sagði David Beckham við Sky Sports.

„City er með flotta leikmenn í sínu liði en þeir verða aldrei eins og Man United. Ég hef alltaf sagt það," sagði Beckham.

„Þeir verða ógn fyrir önnur félög á þessu tímabili sem og þeim næstu á eftir en Manchester United hefur alltaf umfram þá söguna og þá titla sem félagið hefur unnið undanfarin 20 ár," sagði Beckham.

„Ég er vissulega stuðningsmaður Man United og ég mun alltaf segja að það sé bara eitt lið í Manchester. En í Man City höfum við vissulega lið sem vert er að fylgjast með í framtíðinni," sagði Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×