Innlent

Sorg í hjarta Jóhönnu

„Þetta var mjög hjartnæm athöfn sem snart hvern einasta mann sem hér var mjög djúpt,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra . Hún sagðist finna mikla hryggð í hjarta sínu vegna fjöldamorðanna í Noregi í gær. 

„Íslendingar finna sárt til með Norðmönnum á þessari stundu þegar svona hörmulegir atburðir gerast, “ sagði Jóhanna. Hún sagði að norska þjóðin væri  sterk og það skipti hana líka máli hvað hugurinn væri sterkur hjá íslensku þjóðinni.

Jóhanna sagðist skynja að það væri sorg um allt þjóðfélagið á Íslandi. Íslendingar finndu til með frændum sínum í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×