Fótbolti

Barcelona í úrslit Audi-bikarsins - vann í vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thiago og Jonathan dos Santos, markaskorarar Barcelona, fagna í leiknum í dag.
Thiago og Jonathan dos Santos, markaskorarar Barcelona, fagna í leiknum í dag. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Evrópumeistarar Barcelona tryggðu sér sæti í úrslitaleik Audi-bikarsins eftir sigur á Internacional í vítakeppni í Munchen í dag. Barcelona mætir annaðhvort Bayern Munchen eða AC Milan sem mætast í seinni undanúrslitaleiknum á eftir.

Barcelona og Internacional gerðu 2-2 jafntefli í venjulegum leiktíma en Barcelona-liðið vann vítaspyrnukeppnina 4-2 þar sem að tveir leikmenn brasilíska liðsins skutu yfir markið.

Thiago og Jonathan dos Santos komu Barcelona yfir í sitthvorum hálfleiknum en Nei og Leandro Damiao jöfnuðu fyrir Internacional.

Mark Thiago á 14. mínútu kom eftir laglega útfærða aukaspyrnu og sendingu frá Sergio Busquets en mark Jonathan dos Santos kom á 63. mínútu eftir sendingu frá Carmona.

Vítaspyrnukeppnin:

1-0 David Villa

1-1 Kléber

2-1 Jonathan dos Santos

Yfir Leandro Damiao

3-1 Carmona

3-2 Joao Paulo

Varið Jeffren

Yfir Zé Mário

4-2 Armando




Fleiri fréttir

Sjá meira


×