Íslenski boltinn

Kári: Menn verða að fara taka ábyrgð á sjálfum sér

Stefán Árni Pálsson á Stjörnuvelli skrifar
„Þetta var án efa mest svekkjandi tap okkar í sumar,“ sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir leikinn gegn Stjörnunni í dag, en Blikar þurftu að sætta sig við tap, 3-2, þar sem sigurmark leiksins kom á þriðju mínútu uppbótartímans.

„Þegar við komumst í 2-1 þá verða menn að vera með nægilega mikinn pung til að keyra svona leik heim, en það gerðist ekki í dag og það verður að skrifast á einbeitingarleysi varnarlega“.

„Ég veit ekki hvað gerðist síðasta korterið, menn eru að fara í einhverja feluleiki og neita að taka ábyrgð á hlutunum og þá er ég ekki undanskilinn. Ég hefði viljað gera ákveðna hluti betur í þessum leik“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×