Erlent

Hitnar undir David Cameron

Óli Tynes skrifar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Mynd/AFP
John Yates aðstoðarlögreglustjóri í Lundúnum hefur sagt af sér vegna hlerunarhneykslisins sem nú skekur Bretland. Yfirmaður hans Sir Paul Stephenson, lögreglustjóri sagði af sér í gær af sömu ástæðu. Boris Johnson borgarstjóri í Lundúnum bar mikið lof á lögregluforingjana og sagði að þeir hefðu staðið sig frábærlega í starfi.

Ákvörðun þeirra um að segja af sér hafi hinsvegar verið rétt. Breskir fjölmiðlar segja að nú nú sé farið að hitna undir sjálfum David Cameron, forsætisráðherra. Hann er talinn hafa sýnt dómgreindarleysi með því að ráða til sín fyrrverandi ritstjóra News of The World sem síðar var handtekinn. Cameron réði manninn að vísu löngu áður en hlerunarmálið kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×