Íslenski boltinn

Hreinn Hrings: Var orðinn stressaður

Jón Stefán Jónsson á Þórsvellinum skrifar
Hreinn er hér á hliðarlínunni með Páli Viðari, þjálfara Þórs.
Hreinn er hér á hliðarlínunni með Páli Viðari, þjálfara Þórs.
Hreinn Hringsson, aðstoðarþjálfari og þrekþjálfari Þórsara, var mjög sáttur við sína menn eftir sigurinn á móti Grindavík.

"Mér fannst þetta sanngjarn sigur því við vorum mun sterkari en þeir í framlengingunni, þeir voru alveg gjörsamlega búnir á því á meðan við áttum nóg eftir og vildum þetta einfaldlega meira en þeir,” sagði Hreinn.

Hann viðurkenndi þó að hafa verið orðin stressaður á tímabili í síðari hálfleik þegar Grindvíkingar voru töluvert betri aðilinn.

"Já, ég get alveg viðurkennt það að ég var orðinn stressaður þegar þeir fengu tvö góð færi til að skora og ég varð enn meira stressaður þegar dómarinn sleppti augljósu víti sem Atli Sigurjónsson átti að fá.

Þá fór maður að hugsa um hversu týpískt það yrði ef þeir myndu skora á síðustu mínútunum. Það gerðist samt sem betur fer ekki og það vorum við sem skoruðum þetta sæta sigurmark í lokin.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×