Enski boltinn

Kemur Valbuena í stað Nasri?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valbuena fagnar í leik með Marseille.
Valbuena fagnar í leik með Marseille.
Arsenal er þegar farið að leita að eftirmanni Samir Nasri sem virðist vera á förum frá félaginu. Fjölmiðlar greina frá því í dag að Arsenal ætli sér að kaupa Mathieu Valbuena í stað Nasri.

Valbueana spilar með Marseille í Frakklandi og gæti fengist fyrir um 14 milljónir evra. Hann er samningsbundinn Marseille til ársins 2014.

Vitað er að Didier Deschamps, þjálfari Marseille, sé eðilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að selja stjörnuna sína. Það gæti því reynst þrautin þyngri fyrir Arsenal að kaupa leikmanninn.

Wenger hefur sagt að hann muni fara sér hægt á markaðnum í sumar en segist þó vera duglegur í símanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×