Enski boltinn

Ali Al Habsi á leið til Wigan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Al Habsi fagnar sigrinum á Stoke á síðustu leiktíð sem tryggði félaginu áframhaldandi veru í efstu deild
Al Habsi fagnar sigrinum á Stoke á síðustu leiktíð sem tryggði félaginu áframhaldandi veru í efstu deild Nordic Photos/AFP
Breskir fjölmiðlar greina frá því að markvörðurinn Ali Al Habsi sé á leið til Wigan frá Bolton. Talið er að kaupverðið nemi um 4 milljónum punda. Al Habsi sló í gegn hjá Wigan á síðasta tímabili þar sem hann var í láni.

„Við hefðum auðveldlega getað haldið honum en við verðum að vera sanngjarnir gagnvart Ali,“ sagði Owen Coyle stjóri Bolton.

Tækifæri Al Habsi hjá Bolton hafa verið af skornum skammti síðan hann gek til liðs við félagið árið 2006. Finninn Jussi Jaaskelainen hefur staðið vaktina með miklum sóma og ekki gefið tilefni til breytinga.

Al Habsi var valinn leikmaður ársins hjá Wigan á síðasta tímabili en frammistaða hans hélt Chris Kirkland út úr liði Wigan. Al Habsi er frá Óman og hefur leikið 70 landsleiki fyrir þjóð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×