Enski boltinn

Steven Gerrard missir af æfingaferð Liverpool til Asíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óvíst er hvernig Caroline Wozniacki mun taka tíðindunum
Óvíst er hvernig Caroline Wozniacki mun taka tíðindunum Nordic Photos/AFP
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool missir af æfingaferð enska úrvalsdeildarliðsins til Asíu. Forráðamenn Liverpool telja mikilvægara að Gerrard verði áfram í umsjón sjúkraliðsins á Anfield en hann er að jafna sig á meiðslum.

Gerrard missti af lokum síðasta tímabils vegna nárameiðsla og þurfti að fara í uppskurð. Hann heldur kyrru fyrir á Melwood æfingasvæði félagsins með liðsfélagarnir halda til Asíu og reynir að ná sér góðum fyrir upphaf tímabilsins.

„Steven og læknateymið hafa staðið sig frábærlega hingað til og það er stutt í að hann geti hafið æfingar af fullum krafti,“ segir Kenny Dalglish stjóri Liverpool.

„Ég er viss um að stuðningsmenn verða ósáttir við fjarveru hans í Asíu. Hins vegar er ég viss um að þeir sömu skilji mikilvægi þess að Steven fái bestu mögulegu meðferð til þess að geta spilað opnunarleik tímabilsins gegn Sunderland,“ bætti Dalglish við.

Liverpool spilar gegn Guandong í Kína þann 13. júlí og gegn úrvalsliði Malasíu 16. júlí. Fyrsti leikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni er gegn Sunderland á Anfield þann 13. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×