Enski boltinn

Nasri á leiðinni til Manchester City?

Það er nóg að gerast  í herbúðum Manchester City og samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa forráðamenn liðsins náð samningum við franska leikmanninn Nasri sem hefur leikið með Arsenal undanfarin misseri.
Það er nóg að gerast í herbúðum Manchester City og samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa forráðamenn liðsins náð samningum við franska leikmanninn Nasri sem hefur leikið með Arsenal undanfarin misseri. AFP
Það er nóg að gerast  í herbúðum Manchester City og samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa forráðamenn liðsins náð samningum við franska leikmanninn Nasri sem hefur leikið með Arsenal undanfarin misseri. Kaupverðið er sagt vera um 19 milljónir punda eða 3,5 milljarðar kr.

Manchester United og Chelsea hafa einnig sýnt leikmanninum áhuga.Man City mun leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og moldríkir eigendur liðsins gera nú allt sem þeir geta til þess að styrkja liðið. Carlos Tevez hefur eins og kunnugt er óskað eftir því að fá að fara frá liðinu þrátt fyrir að eiga enn eftir þrjú ár af samingi sínum við Man City.  Gael Clichy, vinstri bakvörður frá Arsenal, hefur nú þegar samið við Man City og var kaupverðið 7 milljónir punda eða 1,3 milljarðar kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×