Ætlar að höggva á Ódrjúgsháls-hnútinn í haust 8. júlí 2011 18:45 Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, hyggst strax í haust höggva á hnútinn í deilunum um Teigsskóg sem hindra vegagerð á sunnverðum Vestfjörðum, og telur nýtt umhverfismat á nýjum forsendum koma til greina. Dýrafjarðargöng vill hann setja í forgang. Eftir þriggja daga leiðangur um vegi Vestfjarða í vikunni segir Ögmundur tvennt standa upp úr; annarsvegar hve mikið hafi þegar áunnist, en hins vegar hve mikið sé enn ógert. Hann segir Vestfirði ólíka aðra landshlutum að því leyti að þar eigi enn eftir að tryggja lágmarkssamgöngur. Hann segist vera að horfa til Dynjandisheiðar og skilja vel kröfur Vestfirðinga um Dýrafjarðargöng, þótt ekki sé unnt að ráðast í þau að sinni vegna fjárskorts. Hann segir brýnt að menn sameinist um að setja Vestfirði í forgang. Horfa verði til þeirra sem geti ekki komist frá einum stað til annars. Setji verða þá framar í forgangsröðina en hina sem búi við bærilegar samgöngur en vildu gjarnan bæta þær enn betur. Spurður, hvort þetta þýði að Dýrafjarðargöng fari í fyrsta sæti í jarðgangaröðinni, vill hann ekki gera upp á milli þeirra og Norðfjarðarganga. "Þessi tvenn göng hljóta að verða þær stórframkvæmdir í gangamálum sem við horfum fyrst til," segir Ögmundur. Mest aðkallandi segir hann þó að ljúka Vestfjarðavegi um Barðaströndina og höggva á þann hnút sem er vegna deilna um Teigsskóg. Ögmundur hvetur til þess að allir komi fordómalaust og með opnum huga að borðinu og segir að það kosti einnig mikið rask að endurbyggja veginn yfir hálsana tvo, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. "Það mun kosta verulegt rask og við verðum að horfast í augu við það líka." Hann útilokar því ekki að veglínan verði um Teigsskóg og þvert yfir firðina tvo, Djúpafjörð og Gufufjörð. "En að sjálfsögðu göngum við ekki gegn umhverfismati. Það gerum við ekki. Hvort það sé nauðsynlegt að ráðast í umhverfismat, þar sem heildardæmið er gert upp á nýjum forsendum, - það er eitthvað sem við þurfum einfaldlega að skoða." Hann hefur skipað samráðshóp sveitarfélaga og náttúruverndarsamtaka til að leysa málið á næstu vikum. "Og það er mikil samstaða með Vestfirðingum og öllum aðilum þessa máls að höggva á þessa hnúta og komast að niðurstöðu." -Hvenær? "Í haust," svarar Ögmundur. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, hyggst strax í haust höggva á hnútinn í deilunum um Teigsskóg sem hindra vegagerð á sunnverðum Vestfjörðum, og telur nýtt umhverfismat á nýjum forsendum koma til greina. Dýrafjarðargöng vill hann setja í forgang. Eftir þriggja daga leiðangur um vegi Vestfjarða í vikunni segir Ögmundur tvennt standa upp úr; annarsvegar hve mikið hafi þegar áunnist, en hins vegar hve mikið sé enn ógert. Hann segir Vestfirði ólíka aðra landshlutum að því leyti að þar eigi enn eftir að tryggja lágmarkssamgöngur. Hann segist vera að horfa til Dynjandisheiðar og skilja vel kröfur Vestfirðinga um Dýrafjarðargöng, þótt ekki sé unnt að ráðast í þau að sinni vegna fjárskorts. Hann segir brýnt að menn sameinist um að setja Vestfirði í forgang. Horfa verði til þeirra sem geti ekki komist frá einum stað til annars. Setji verða þá framar í forgangsröðina en hina sem búi við bærilegar samgöngur en vildu gjarnan bæta þær enn betur. Spurður, hvort þetta þýði að Dýrafjarðargöng fari í fyrsta sæti í jarðgangaröðinni, vill hann ekki gera upp á milli þeirra og Norðfjarðarganga. "Þessi tvenn göng hljóta að verða þær stórframkvæmdir í gangamálum sem við horfum fyrst til," segir Ögmundur. Mest aðkallandi segir hann þó að ljúka Vestfjarðavegi um Barðaströndina og höggva á þann hnút sem er vegna deilna um Teigsskóg. Ögmundur hvetur til þess að allir komi fordómalaust og með opnum huga að borðinu og segir að það kosti einnig mikið rask að endurbyggja veginn yfir hálsana tvo, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. "Það mun kosta verulegt rask og við verðum að horfast í augu við það líka." Hann útilokar því ekki að veglínan verði um Teigsskóg og þvert yfir firðina tvo, Djúpafjörð og Gufufjörð. "En að sjálfsögðu göngum við ekki gegn umhverfismati. Það gerum við ekki. Hvort það sé nauðsynlegt að ráðast í umhverfismat, þar sem heildardæmið er gert upp á nýjum forsendum, - það er eitthvað sem við þurfum einfaldlega að skoða." Hann hefur skipað samráðshóp sveitarfélaga og náttúruverndarsamtaka til að leysa málið á næstu vikum. "Og það er mikil samstaða með Vestfirðingum og öllum aðilum þessa máls að höggva á þessa hnúta og komast að niðurstöðu." -Hvenær? "Í haust," svarar Ögmundur.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira