Ætlar að höggva á Ódrjúgsháls-hnútinn í haust 8. júlí 2011 18:45 Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, hyggst strax í haust höggva á hnútinn í deilunum um Teigsskóg sem hindra vegagerð á sunnverðum Vestfjörðum, og telur nýtt umhverfismat á nýjum forsendum koma til greina. Dýrafjarðargöng vill hann setja í forgang. Eftir þriggja daga leiðangur um vegi Vestfjarða í vikunni segir Ögmundur tvennt standa upp úr; annarsvegar hve mikið hafi þegar áunnist, en hins vegar hve mikið sé enn ógert. Hann segir Vestfirði ólíka aðra landshlutum að því leyti að þar eigi enn eftir að tryggja lágmarkssamgöngur. Hann segist vera að horfa til Dynjandisheiðar og skilja vel kröfur Vestfirðinga um Dýrafjarðargöng, þótt ekki sé unnt að ráðast í þau að sinni vegna fjárskorts. Hann segir brýnt að menn sameinist um að setja Vestfirði í forgang. Horfa verði til þeirra sem geti ekki komist frá einum stað til annars. Setji verða þá framar í forgangsröðina en hina sem búi við bærilegar samgöngur en vildu gjarnan bæta þær enn betur. Spurður, hvort þetta þýði að Dýrafjarðargöng fari í fyrsta sæti í jarðgangaröðinni, vill hann ekki gera upp á milli þeirra og Norðfjarðarganga. "Þessi tvenn göng hljóta að verða þær stórframkvæmdir í gangamálum sem við horfum fyrst til," segir Ögmundur. Mest aðkallandi segir hann þó að ljúka Vestfjarðavegi um Barðaströndina og höggva á þann hnút sem er vegna deilna um Teigsskóg. Ögmundur hvetur til þess að allir komi fordómalaust og með opnum huga að borðinu og segir að það kosti einnig mikið rask að endurbyggja veginn yfir hálsana tvo, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. "Það mun kosta verulegt rask og við verðum að horfast í augu við það líka." Hann útilokar því ekki að veglínan verði um Teigsskóg og þvert yfir firðina tvo, Djúpafjörð og Gufufjörð. "En að sjálfsögðu göngum við ekki gegn umhverfismati. Það gerum við ekki. Hvort það sé nauðsynlegt að ráðast í umhverfismat, þar sem heildardæmið er gert upp á nýjum forsendum, - það er eitthvað sem við þurfum einfaldlega að skoða." Hann hefur skipað samráðshóp sveitarfélaga og náttúruverndarsamtaka til að leysa málið á næstu vikum. "Og það er mikil samstaða með Vestfirðingum og öllum aðilum þessa máls að höggva á þessa hnúta og komast að niðurstöðu." -Hvenær? "Í haust," svarar Ögmundur. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, hyggst strax í haust höggva á hnútinn í deilunum um Teigsskóg sem hindra vegagerð á sunnverðum Vestfjörðum, og telur nýtt umhverfismat á nýjum forsendum koma til greina. Dýrafjarðargöng vill hann setja í forgang. Eftir þriggja daga leiðangur um vegi Vestfjarða í vikunni segir Ögmundur tvennt standa upp úr; annarsvegar hve mikið hafi þegar áunnist, en hins vegar hve mikið sé enn ógert. Hann segir Vestfirði ólíka aðra landshlutum að því leyti að þar eigi enn eftir að tryggja lágmarkssamgöngur. Hann segist vera að horfa til Dynjandisheiðar og skilja vel kröfur Vestfirðinga um Dýrafjarðargöng, þótt ekki sé unnt að ráðast í þau að sinni vegna fjárskorts. Hann segir brýnt að menn sameinist um að setja Vestfirði í forgang. Horfa verði til þeirra sem geti ekki komist frá einum stað til annars. Setji verða þá framar í forgangsröðina en hina sem búi við bærilegar samgöngur en vildu gjarnan bæta þær enn betur. Spurður, hvort þetta þýði að Dýrafjarðargöng fari í fyrsta sæti í jarðgangaröðinni, vill hann ekki gera upp á milli þeirra og Norðfjarðarganga. "Þessi tvenn göng hljóta að verða þær stórframkvæmdir í gangamálum sem við horfum fyrst til," segir Ögmundur. Mest aðkallandi segir hann þó að ljúka Vestfjarðavegi um Barðaströndina og höggva á þann hnút sem er vegna deilna um Teigsskóg. Ögmundur hvetur til þess að allir komi fordómalaust og með opnum huga að borðinu og segir að það kosti einnig mikið rask að endurbyggja veginn yfir hálsana tvo, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. "Það mun kosta verulegt rask og við verðum að horfast í augu við það líka." Hann útilokar því ekki að veglínan verði um Teigsskóg og þvert yfir firðina tvo, Djúpafjörð og Gufufjörð. "En að sjálfsögðu göngum við ekki gegn umhverfismati. Það gerum við ekki. Hvort það sé nauðsynlegt að ráðast í umhverfismat, þar sem heildardæmið er gert upp á nýjum forsendum, - það er eitthvað sem við þurfum einfaldlega að skoða." Hann hefur skipað samráðshóp sveitarfélaga og náttúruverndarsamtaka til að leysa málið á næstu vikum. "Og það er mikil samstaða með Vestfirðingum og öllum aðilum þessa máls að höggva á þessa hnúta og komast að niðurstöðu." -Hvenær? "Í haust," svarar Ögmundur.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira