Íslenski boltinn

Rúnar: Samkeppni heldur mönnum á tánum

Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar
„Þetta var virkilega ánægjulegt í kvöld, en maður verður að vinna alla leikina í þessari keppni til að eiga möguleika á að lyfta dollunni," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld.

„Við vorum sterkari aðilinn lengst af í leiknum og náðum að skora snemma í síðari hálfleik sem var mikilvægt".

„FH-ingar áttu sína spretti í leiknum og það var erfitt að ráða við þá að köflum. Við féllum aðeins til baka eftir að fyrsta markið datt fyrir okkur, en það var mikilvægt að standast áhlaup FH-inga og ná síðan að skora markið sem gerði útum leikinn".

„Við náðum að æfa vel í hléinu og leikmenn mínir vita að það er mikil samkeppni í liðinu og allir verða að vera á tánum," sagði Rúnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×