Enski boltinn

Kári fer til Ítalíu með Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason í leik með Plymouth.
Kári Árnason í leik með Plymouth. Nordic Photos / Getty Images
Kári Árnason mun fara í æfingaferð með skoska liðinu Hearts til Ítalíu en hann er nú laus allra mála eftir að hann var rekinn frá Plymouth - fyrir það eitt að fara fram á að fá launin sín greidd.

Plymouth fór í greiðslustöðvun í vetur og hefur fallið um tvær deildir á tveimur árum. Kári hefur verið lykilmaður í liðinu og fékk síðast laun sín greidd í október síðastliðnum. Félagið skuldar honum nú rúmar ellefu milljónir króna í vangoldin laun.

Eggert Gunnþór Jónsson er á mála hjá Hearts en fer ekki með til Ítalíu þar sem ákveðið var að gefa honum frí eftir þátttöku U-21 liðs Íslands á EM í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×