Umfjöllun: ÍBV vann á umdeildu víti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Hásteinsvelli skrifar 24. júní 2011 14:07 Andri Ólafsson reyndist hetja sinna manna í ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld þrátt fyrir að hafa spilað í aðeins tíu mínútur. Hann skoraði sigurmark ÍBV úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Lokatölur 2-1 fyrir ÍBV. Jafnræði var með liðunum í fyrstu en Eyjamenn tóku völdin á vellinum snemma í síðari hálfleik og uppskáru verðskuldaða forystu með marki Ian Jeffs. ÍBV skoraði þar að auki tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik sem fengu ekki að standa. Það fyrra vegna brots og svo rangstöðu. Stjörnumenn náðu þó að koma sér betur inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks og þeir áttu svo eftir að taka völdin í leiknum í þeim síðari. Greinilegt var að Eyjamenn voru orðnir þreyttir á öllum hlaupunum sem skiluðu svo góðum árangri í fyrri hálfleik. ÍBV spilaði bikarleik fyrir aðeins þremur dögum síðan og tefldi Heimir Hallgrímsson fram sömu ellefu mönnunum í byrjunarliði sínu í kvöld. Stjörnumenn gengu á lagið og byrjuðu á því að fá vítaspyrnu á 66. mínútu. Halldór Orri Björnsson var þar að verki og tók hann spyrnuna sjálfur. Abel Dhaira varði hins vegar mjög vel frá honum og virtist ætla að fara langt með að tryggja sínum mönnum öll stigin þrjú í kvöld. En átta mínútum síðar gerði hann sig sekan um slæm mistök. Garðar Jóhannsson átti fremur saklaust skot að marki eftir skyndisókn en Dhaira missti boltann inn fyrir marklínuna. Stjörnumenn jöfnuðu metin og ætluðu sér að sækja sigurinn. Það gekk mikið á síðustu mínúturnar og Erlendur Eríksson, dómari leiksins, hafði í miklu að snúast. Mikið var um pirringsbrot og bæði leikmenn og áhorfendur kvörtuðu gríðarlega mikið undan dómgæslunni. Ekki minnkaði það þegar að ÍBV fékk skyndilega vítaspyrnu á 86. mínútu. Andri var þá að elta boltann út úr teignum þegar Tryggvi Bjarnason virtist brjóta á honum og var vítið dæmt. Stjörnumenn voru alls ekki ánægðir og fannst vítið ansi ódýrt. Andri steig sjálfur á vítapunktinn og skoraði örugglega. Hann gat spilað í aðeins tíu mínútur í kvöld vegna meiðsla sem enn eru að plaga hann en gerði nóg til að tryggja sínum mönnum þrjú dýrmæt stig í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar.ÍBV - Stjarnan 2-1 Dómari: Erlendur Eiríksson (6) Skot (á mark): 7–7 (3-5) Varin skot: Dhaira 4 – Ingvar 1 Hornspyrnur: 5–3 Aukaspyrnur fengnar: 16–13 Rangstöður: 8–1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Andri Ólafsson reyndist hetja sinna manna í ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld þrátt fyrir að hafa spilað í aðeins tíu mínútur. Hann skoraði sigurmark ÍBV úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Lokatölur 2-1 fyrir ÍBV. Jafnræði var með liðunum í fyrstu en Eyjamenn tóku völdin á vellinum snemma í síðari hálfleik og uppskáru verðskuldaða forystu með marki Ian Jeffs. ÍBV skoraði þar að auki tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik sem fengu ekki að standa. Það fyrra vegna brots og svo rangstöðu. Stjörnumenn náðu þó að koma sér betur inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks og þeir áttu svo eftir að taka völdin í leiknum í þeim síðari. Greinilegt var að Eyjamenn voru orðnir þreyttir á öllum hlaupunum sem skiluðu svo góðum árangri í fyrri hálfleik. ÍBV spilaði bikarleik fyrir aðeins þremur dögum síðan og tefldi Heimir Hallgrímsson fram sömu ellefu mönnunum í byrjunarliði sínu í kvöld. Stjörnumenn gengu á lagið og byrjuðu á því að fá vítaspyrnu á 66. mínútu. Halldór Orri Björnsson var þar að verki og tók hann spyrnuna sjálfur. Abel Dhaira varði hins vegar mjög vel frá honum og virtist ætla að fara langt með að tryggja sínum mönnum öll stigin þrjú í kvöld. En átta mínútum síðar gerði hann sig sekan um slæm mistök. Garðar Jóhannsson átti fremur saklaust skot að marki eftir skyndisókn en Dhaira missti boltann inn fyrir marklínuna. Stjörnumenn jöfnuðu metin og ætluðu sér að sækja sigurinn. Það gekk mikið á síðustu mínúturnar og Erlendur Eríksson, dómari leiksins, hafði í miklu að snúast. Mikið var um pirringsbrot og bæði leikmenn og áhorfendur kvörtuðu gríðarlega mikið undan dómgæslunni. Ekki minnkaði það þegar að ÍBV fékk skyndilega vítaspyrnu á 86. mínútu. Andri var þá að elta boltann út úr teignum þegar Tryggvi Bjarnason virtist brjóta á honum og var vítið dæmt. Stjörnumenn voru alls ekki ánægðir og fannst vítið ansi ódýrt. Andri steig sjálfur á vítapunktinn og skoraði örugglega. Hann gat spilað í aðeins tíu mínútur í kvöld vegna meiðsla sem enn eru að plaga hann en gerði nóg til að tryggja sínum mönnum þrjú dýrmæt stig í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar.ÍBV - Stjarnan 2-1 Dómari: Erlendur Eiríksson (6) Skot (á mark): 7–7 (3-5) Varin skot: Dhaira 4 – Ingvar 1 Hornspyrnur: 5–3 Aukaspyrnur fengnar: 16–13 Rangstöður: 8–1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira