Umfjöllun: Fylkismenn nýttu ekki færin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Fylkisvelli skrifar 26. júní 2011 14:42 Mynd/Stefán Fylkir tapaði dýrmætum stigum í dag ef liðið ætlar að halda sér í toppbaráttu Pepsi-deildar karla. Árbæingar máttu sætta sig við 1-1 jafntefli eftir að hafa farið illa með fjölmörg góð færi í leiknum. Bæði mörk leiksins komu snemma. Sveinn Elías Jónsson skoraði á áttundu mínútu eftir lélega hreinsun úr vörn Fylkismanna en varnarleikur heimamanna hefur oft verið meira sannfærandi en í kvöld. Fylkismenn voru þó ekki nema þrjár mínútur að svara fyrir sig. Andrés Már Jóhannsson sýndi klókindi þegar hann lagði boltann fyrir fætur Alberts Brynjars Ingasonar í teig Þórsara og skoraði sá síðarnefndi með öruggu skoti. Fylkismenn voru mun líklegri til að skora eftir þetta en þeim virtist fyrirmunað að koma boltanum aftur í netið. Andrés Már var sérlega líflegur eins og svo oft áður í sóknarleik Fylkismanna en það virðist fara honum betur að leggja upp mörkin en skora þau. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu. Hann komst næst því að skora þegar hann átti skot í slá á 22. mínútu úr þröngu færi. Hann átti einnig 2-3 hættuleg skot að marki þar að auki ásamt því að hann lagði upp nokkur góð færi fyrir félaga sína. En langbesta færi leiksins fékk Baldur Bett. Fylkismenn komust í skyndisókn og var Baldur á undan markverðinum Rajkovic í boltann en sá síðarnefndi var kominn í ægilegt skógarhlaup - langt út fyrir eigin vítateig. Baldur þurfti lítið annað að gera en að skora en ákvað engu að síður að renna honum á Andrés Má. Hann virtist hins vegar hafa gleymt rangstöðureglunni. Vissulega var varnarmaður á milli Andrésar og marks Þórsara en þar sem Rajkovic var enn langt í burtu var varnarmaðurinn aftasti maður Þórsara og var því ekki að spila Andrés Má réttstæðan. Þetta sá Gylfi Már Sigurðsson, aðstoðardómari, og lyfti hann réttilega flaggi sínu. Þórsarar fengu sín færi sem geta þó varla talist mikið meira en hálffæri. Þeir náðu þó að halda sjó í fjörlegum fyrri hálfleik og þeir áttu eftir að gera enn betur í þeim síðari. Síðari hálfleikur var nefnilega afar tilþrifalítill. Fylkismenn voru áfram duglegir að halda boltanum en nú náðu Þórsarar að stöðva sóknaraðgerðir þeirra fyrr og með betri árangri. Fyrir utan fáein skot utan af velli sem Rajkovic varði var marki Þórsara lítið sem ekkert ógnað. Gunnar Már Guðmundsson var meira að segja nálægt því að stela sigrinum fyrir Þórsara í uppbótartíma en skot hans hæfði ekki mark heimamanna. Því fór sem fór og Þórsarar gengu sáttir af velli enda ekki tapað nú í fjórum leikjum í röð í deild og bikar. Fylkismenn geta nagað sig í handarbökin og munu sjálfsagt gera það fram að næsta leik.Fylkir - Þór 1-1Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (7)Skot (á mark): 19–9 (8-2)Varin skot: Fjalar 1 – Rajkovic 6Hornspyrnur: 9–3Aukaspyrnur fengnar: 13–9Rangstöður: 4–2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Fylkir tapaði dýrmætum stigum í dag ef liðið ætlar að halda sér í toppbaráttu Pepsi-deildar karla. Árbæingar máttu sætta sig við 1-1 jafntefli eftir að hafa farið illa með fjölmörg góð færi í leiknum. Bæði mörk leiksins komu snemma. Sveinn Elías Jónsson skoraði á áttundu mínútu eftir lélega hreinsun úr vörn Fylkismanna en varnarleikur heimamanna hefur oft verið meira sannfærandi en í kvöld. Fylkismenn voru þó ekki nema þrjár mínútur að svara fyrir sig. Andrés Már Jóhannsson sýndi klókindi þegar hann lagði boltann fyrir fætur Alberts Brynjars Ingasonar í teig Þórsara og skoraði sá síðarnefndi með öruggu skoti. Fylkismenn voru mun líklegri til að skora eftir þetta en þeim virtist fyrirmunað að koma boltanum aftur í netið. Andrés Már var sérlega líflegur eins og svo oft áður í sóknarleik Fylkismanna en það virðist fara honum betur að leggja upp mörkin en skora þau. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu. Hann komst næst því að skora þegar hann átti skot í slá á 22. mínútu úr þröngu færi. Hann átti einnig 2-3 hættuleg skot að marki þar að auki ásamt því að hann lagði upp nokkur góð færi fyrir félaga sína. En langbesta færi leiksins fékk Baldur Bett. Fylkismenn komust í skyndisókn og var Baldur á undan markverðinum Rajkovic í boltann en sá síðarnefndi var kominn í ægilegt skógarhlaup - langt út fyrir eigin vítateig. Baldur þurfti lítið annað að gera en að skora en ákvað engu að síður að renna honum á Andrés Má. Hann virtist hins vegar hafa gleymt rangstöðureglunni. Vissulega var varnarmaður á milli Andrésar og marks Þórsara en þar sem Rajkovic var enn langt í burtu var varnarmaðurinn aftasti maður Þórsara og var því ekki að spila Andrés Má réttstæðan. Þetta sá Gylfi Már Sigurðsson, aðstoðardómari, og lyfti hann réttilega flaggi sínu. Þórsarar fengu sín færi sem geta þó varla talist mikið meira en hálffæri. Þeir náðu þó að halda sjó í fjörlegum fyrri hálfleik og þeir áttu eftir að gera enn betur í þeim síðari. Síðari hálfleikur var nefnilega afar tilþrifalítill. Fylkismenn voru áfram duglegir að halda boltanum en nú náðu Þórsarar að stöðva sóknaraðgerðir þeirra fyrr og með betri árangri. Fyrir utan fáein skot utan af velli sem Rajkovic varði var marki Þórsara lítið sem ekkert ógnað. Gunnar Már Guðmundsson var meira að segja nálægt því að stela sigrinum fyrir Þórsara í uppbótartíma en skot hans hæfði ekki mark heimamanna. Því fór sem fór og Þórsarar gengu sáttir af velli enda ekki tapað nú í fjórum leikjum í röð í deild og bikar. Fylkismenn geta nagað sig í handarbökin og munu sjálfsagt gera það fram að næsta leik.Fylkir - Þór 1-1Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (7)Skot (á mark): 19–9 (8-2)Varin skot: Fjalar 1 – Rajkovic 6Hornspyrnur: 9–3Aukaspyrnur fengnar: 13–9Rangstöður: 4–2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira