Umfjöllun: Sigurmark Vals á lokaandartaki leiksins Stefán Árni Pálsson skrifar frá Vodafone-vellinum skrifar 26. júní 2011 18:15 Mynd/Valli Valsmenn unnu ótrúlegan sigur, 2-1, á Víkingum í 8.umferð Pepsi-deild karla á Vodafonevellinum í kvöld. Valsmenn misstu mann útaf með rautt spjald eftir hálftíma leik og léku einum færri út leiktímann, en það kom ekki að sök og þeir náðu að innbyrða sigur. Valsmenn mættu grimmir til leiks í kvöld og réðu lögum og lofum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Eftir rúmlega tíu mínútna leik fengu heimmenn frábært marktækifæri. Christian Mouritsen gaf frábæra stungusendingu inn fyrir á Arnar Svein Geirsson sem var kominn einn gegn markmanni, en skot hann fór beint í Magnús Þormar í marki Víkings. Þaðan fór boltinn út í teig á Hörð Sveinsson sem skaut boltanum hátt yfir fyrir framan opið markið. Á 27.mínútu dró heldur betur til tíðinda en þá fékk Haraldur Björnsson, markvörður að líta beint rautt spjald. Viktor Jónsson, sóknarmaður Víkings, slapp einn í gegn og var í þann mund að renna boltanum í netið þegar Haraldur tæklaði hann niður fyrir utan vítateig. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, sá sér engan annan kost en að reka Harald útaf og dæma aukaspyrnu. Nokkuð umdeilt atvik þar sem allar líkur eru á því að Viktor Jónsson hafi verið rangstæður þegar sendingin kom inn fyrir vörn Vals. Eftir brotreksturinn mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum og Valsmenn gáfu ekkert eftir. Leikurinn var nokkuð rólegur fram að hálfleik og staðan því 0-0 þegar menn gengu til búningsherbergja. Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, gerði breytingu á liðinu í byrjun síðari hálfleiks þegar hann tók Hörð Sveinsson útaf vellinum og setti Rúnar Már Sigurjónsson inn á í hans stað. Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, var settur upp á topp og það hafði jákvæð áhrif á leik heimamanna. Mikið um feilsendingar voru hjá báðum liðum allan leikinn en það bitnaði sérstaklega á Valsmönnum sem voru oft á tíðum komnir í kjörstöðu en auðveldar sendingar fóru forgörðum. Víkingar léku skynsamlega í síðari hálfleiknum og voru alltaf þéttir til baka. Mark Rutgers átti frábæran leik í hjarta varnarinnar og var einnig hættulegur á köflum sóknarlega. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum náðu gestirnir að komast yfir með marki frá varamanninum Marteini Briem, en hann fékk boltann inn í teig eftir mikið klafs og smellti honum í þaknetið. Virkilega klaufalegt hjá Valsmönnum. Marteinn Briem kom aftur við sögu nokkrum mínútum síðar þegar hann braut á Rúnari Má Sigurjónssyni, leikmanni Vals, innan vítateigs og vítaspyrna niðurstaðan. Guðjón Pétur Lýðsson steig á punktinn og skoraði örugglega. Eftir jöfnunarmark Valsmanna þá var aðeins eitt lið á vellinum og heimamenn ætluðu sér greinilega að hirða öll stigin. Valsmenn pressuðu stíft að marki Víkings og þegar komið var fram á 94 mínútu fengu Valsmenn hornspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson tók frábæra spyrnu inn í teiginn, þar var Haukur Páll Sigurðsson mættir og skallaði boltann glæsilega í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, flautaði til leiksloka um leið og gestirnir tóku miðjuna og því sigur Valsmanna komin í höfn. Víkingar verða heldur betur að hysja upp um sig brækurnar eftir þennan leik, en ef lið geta ekki sigrað svona leiki þá fara þeir rakleitt aftur í 1.deild.Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 11-7 (5-4)Varin skot: Haraldur/Sindri 2 - Magnús 4Horn: 4 - 5Aukaspyrnur fengnar: 10 - 5Rangstöður: 1-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Valsmenn unnu ótrúlegan sigur, 2-1, á Víkingum í 8.umferð Pepsi-deild karla á Vodafonevellinum í kvöld. Valsmenn misstu mann útaf með rautt spjald eftir hálftíma leik og léku einum færri út leiktímann, en það kom ekki að sök og þeir náðu að innbyrða sigur. Valsmenn mættu grimmir til leiks í kvöld og réðu lögum og lofum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Eftir rúmlega tíu mínútna leik fengu heimmenn frábært marktækifæri. Christian Mouritsen gaf frábæra stungusendingu inn fyrir á Arnar Svein Geirsson sem var kominn einn gegn markmanni, en skot hann fór beint í Magnús Þormar í marki Víkings. Þaðan fór boltinn út í teig á Hörð Sveinsson sem skaut boltanum hátt yfir fyrir framan opið markið. Á 27.mínútu dró heldur betur til tíðinda en þá fékk Haraldur Björnsson, markvörður að líta beint rautt spjald. Viktor Jónsson, sóknarmaður Víkings, slapp einn í gegn og var í þann mund að renna boltanum í netið þegar Haraldur tæklaði hann niður fyrir utan vítateig. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, sá sér engan annan kost en að reka Harald útaf og dæma aukaspyrnu. Nokkuð umdeilt atvik þar sem allar líkur eru á því að Viktor Jónsson hafi verið rangstæður þegar sendingin kom inn fyrir vörn Vals. Eftir brotreksturinn mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum og Valsmenn gáfu ekkert eftir. Leikurinn var nokkuð rólegur fram að hálfleik og staðan því 0-0 þegar menn gengu til búningsherbergja. Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, gerði breytingu á liðinu í byrjun síðari hálfleiks þegar hann tók Hörð Sveinsson útaf vellinum og setti Rúnar Már Sigurjónsson inn á í hans stað. Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, var settur upp á topp og það hafði jákvæð áhrif á leik heimamanna. Mikið um feilsendingar voru hjá báðum liðum allan leikinn en það bitnaði sérstaklega á Valsmönnum sem voru oft á tíðum komnir í kjörstöðu en auðveldar sendingar fóru forgörðum. Víkingar léku skynsamlega í síðari hálfleiknum og voru alltaf þéttir til baka. Mark Rutgers átti frábæran leik í hjarta varnarinnar og var einnig hættulegur á köflum sóknarlega. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum náðu gestirnir að komast yfir með marki frá varamanninum Marteini Briem, en hann fékk boltann inn í teig eftir mikið klafs og smellti honum í þaknetið. Virkilega klaufalegt hjá Valsmönnum. Marteinn Briem kom aftur við sögu nokkrum mínútum síðar þegar hann braut á Rúnari Má Sigurjónssyni, leikmanni Vals, innan vítateigs og vítaspyrna niðurstaðan. Guðjón Pétur Lýðsson steig á punktinn og skoraði örugglega. Eftir jöfnunarmark Valsmanna þá var aðeins eitt lið á vellinum og heimamenn ætluðu sér greinilega að hirða öll stigin. Valsmenn pressuðu stíft að marki Víkings og þegar komið var fram á 94 mínútu fengu Valsmenn hornspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson tók frábæra spyrnu inn í teiginn, þar var Haukur Páll Sigurðsson mættir og skallaði boltann glæsilega í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, flautaði til leiksloka um leið og gestirnir tóku miðjuna og því sigur Valsmanna komin í höfn. Víkingar verða heldur betur að hysja upp um sig brækurnar eftir þennan leik, en ef lið geta ekki sigrað svona leiki þá fara þeir rakleitt aftur í 1.deild.Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 11-7 (5-4)Varin skot: Haraldur/Sindri 2 - Magnús 4Horn: 4 - 5Aukaspyrnur fengnar: 10 - 5Rangstöður: 1-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira