Umfjöllun: Enn einn sigurinn hjá KR Ari Erlingsson skrifar frá Grindavíkurvelli skrifar 26. júní 2011 14:47 Mynd/Stefán KR-ingar halda áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild karla. Í kvöld styrktu þeir stöðu sína á toppnum með sanngjörnum 3-0 sigri á Grindvíkingum Suður með sjó. KR-ingar eru því með 20 stig í efsta sæti á meðan Grindvíkingar eru í tíunda sæti með sjö stig. Rúnar Kristinsson þjálfari KR-ingar gerði djarfar breytingar á sínu liði. Viktor Bjarki Arnarsson og Kjartan Henry Finnbogason sem hafa verið lykilmenn í liði þeirra svarthvítu til þess tóku sér báðir sæti á bekknum. Í þeirra stað spiluðu Ásgeir Örn Ólafsson og Guðjón Baldvinsson. Það var ekki að sjá í fyrri hálfleik að liðin væru að berjast á báðum endum deildarinnar. Fyrri hálfleikur var afspyrnuslakur og sóknarleikur beggja liða var afar máttlaus. Gestirnir voru þó ívið sterkari en sköpuðu sér þó ekki nein teljandi færi. Rúnar þjálfari KR-inga hefur eflaust lesið hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum á leikhlénu því allt annað var að sjá til KR þegar flautað var til seinni hálfleiks. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og voru búnir að skora tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum. Ásgeir Örn Ólafsson skoraði fyrsta mark leiksins með skoti úr vítateig eftir sendingu Guðjóns Baldvinssonar. Vel afgreitt hjá Ásgeiri sem hingað til hefur ekki verið þekktur fyrir hæfni sína fyrir framan mark andstæðinganna. Skömmu síðar dúkkaði upp annar ólíklegur markaskorari. Guðmundur Reynir Gunnarsson skallaði þá boltann inn af stuttu færi eftir góðan undirbúning Gunnars Arnars Jónssonar. Staðan orðin 0-2 í upphafi seinni hálfleiks og við þessa syrpu KR-inga var sem þeir tækju öll völd á vellinum. Það sem eftir lifði leiks stjórnuðu þeir því sem gerðist á vellinum. Þriðja og síðasta mark leiksins kom svo á 86 mínútu þegar Kjartan Henry Finnbogason batt endahnútinn á vel útfærða skyndisókn. Gunnar Örn Jónsson átti þá glæsilega sendingu frá kantinum þar sem Kjartan lúrði á fjærstönginni og kláraði færið vel. Lokatölur 0-3. Sanngjarn KR-sigur. KR-ingar geta vel við unað. Þeir byrjuðu leikinn rólega en skiptu svo um gír þegar þess þurfti. Það ætti að vera ánægjuefni fyrir KR-inga að geta geymt lykilmenn á bekknum og að það sjáist varla á liðinu. Vesturbæingar voru þó slakir í fyrri hálfleik en vöknuðu svo um munaði í þeim síðari. Grindvíkingar hinsvegar voru nánast aldrei með og má segja að þeir hafi lullað í gegnum leikinn í hlutlausum gír. Einhvern kraft vantaði í liðið og þá sérstaklega fram á við.Grindavík - KR 0-3Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson (8)Skot (á mark): 8-15 (3-7)Varin skot: Hannes 3 - Óskar 4Hornspyrnur: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 9-15Rangstöður: 3-3 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
KR-ingar halda áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild karla. Í kvöld styrktu þeir stöðu sína á toppnum með sanngjörnum 3-0 sigri á Grindvíkingum Suður með sjó. KR-ingar eru því með 20 stig í efsta sæti á meðan Grindvíkingar eru í tíunda sæti með sjö stig. Rúnar Kristinsson þjálfari KR-ingar gerði djarfar breytingar á sínu liði. Viktor Bjarki Arnarsson og Kjartan Henry Finnbogason sem hafa verið lykilmenn í liði þeirra svarthvítu til þess tóku sér báðir sæti á bekknum. Í þeirra stað spiluðu Ásgeir Örn Ólafsson og Guðjón Baldvinsson. Það var ekki að sjá í fyrri hálfleik að liðin væru að berjast á báðum endum deildarinnar. Fyrri hálfleikur var afspyrnuslakur og sóknarleikur beggja liða var afar máttlaus. Gestirnir voru þó ívið sterkari en sköpuðu sér þó ekki nein teljandi færi. Rúnar þjálfari KR-inga hefur eflaust lesið hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum á leikhlénu því allt annað var að sjá til KR þegar flautað var til seinni hálfleiks. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og voru búnir að skora tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum. Ásgeir Örn Ólafsson skoraði fyrsta mark leiksins með skoti úr vítateig eftir sendingu Guðjóns Baldvinssonar. Vel afgreitt hjá Ásgeiri sem hingað til hefur ekki verið þekktur fyrir hæfni sína fyrir framan mark andstæðinganna. Skömmu síðar dúkkaði upp annar ólíklegur markaskorari. Guðmundur Reynir Gunnarsson skallaði þá boltann inn af stuttu færi eftir góðan undirbúning Gunnars Arnars Jónssonar. Staðan orðin 0-2 í upphafi seinni hálfleiks og við þessa syrpu KR-inga var sem þeir tækju öll völd á vellinum. Það sem eftir lifði leiks stjórnuðu þeir því sem gerðist á vellinum. Þriðja og síðasta mark leiksins kom svo á 86 mínútu þegar Kjartan Henry Finnbogason batt endahnútinn á vel útfærða skyndisókn. Gunnar Örn Jónsson átti þá glæsilega sendingu frá kantinum þar sem Kjartan lúrði á fjærstönginni og kláraði færið vel. Lokatölur 0-3. Sanngjarn KR-sigur. KR-ingar geta vel við unað. Þeir byrjuðu leikinn rólega en skiptu svo um gír þegar þess þurfti. Það ætti að vera ánægjuefni fyrir KR-inga að geta geymt lykilmenn á bekknum og að það sjáist varla á liðinu. Vesturbæingar voru þó slakir í fyrri hálfleik en vöknuðu svo um munaði í þeim síðari. Grindvíkingar hinsvegar voru nánast aldrei með og má segja að þeir hafi lullað í gegnum leikinn í hlutlausum gír. Einhvern kraft vantaði í liðið og þá sérstaklega fram á við.Grindavík - KR 0-3Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson (8)Skot (á mark): 8-15 (3-7)Varin skot: Hannes 3 - Óskar 4Hornspyrnur: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 9-15Rangstöður: 3-3
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira