Móður Ríkharðs dreymdi að hann myndi skora fimm mörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2011 19:00 Ríkharður Jónsson var 21 árs, fyrirliði og þjálfari ÍA þegar leikurinn fór fram Mynd/Myndasafn KSÍ Í dag eru liðin 60 ár frá því að íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Svíum 4-3 á Melavellinum. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk Íslendinga en sigursins er minnst sem eins þess merkilegasta í íslenskri knattspyrnusögu. Í bókinni Rikki Fótboltakappi eftir Jón Birgi Pétursson rifjar Ríkharður upp leikinn. „Þessi leikur er mér í fersku minni þótt langt sé síðan að hann var leikinn. Ég man líka aðdragandann og allan þennan dag. Um morguninn var ég mættur til vinnu, var að mála skip í slippnum. Í hádeginu laumaðist ég til mömmu til að sníkja mér bita. Þá segir hún mér frá draumi sem hana dreymdi þá nóttina. Hún sagði að ég myndi skora fimm mörk gegn Svíum um kvöldið, alla vega eiga stóran þátt í öllum þessum mörkum. Þetta þótti mér nú heldur ótrúlegt, kyssti mömmu fyrir matinn og góð orð í minn garð. Síðan hélt ég áfram að vinna, allt þar til tími var kominn til að keyra suður til Reykjavíkur í landsleikinn. Svona var þetta í gamla daga, menn slógu ekkert af í vinnu þótt stórleikir væru framundan, jafnvel landsleikir." Í bókinni segir einnig frá því að Baldur Jónsson vallarstjóri Melavallarins hafa flutt áhorfendum góð tíðindi á meðan á leiknum stóð. Íslendingar hefðu sigrað Dani og Norðmenn í landskeppni í frjálsum íþróttum í Osló. Áhorfendur fögnuðu tíðindunum vel og ekki síður mörkunum fjórum sem Ríkharður átti eftir að skora. Reyndar skoraði Ríkharður fimm mörk í leiknum en dómari leiksins Guðjón Einarsson dæmdi eitt af. Í bókinni segir: „Ég held að Guðjóni hafi verið farið að líða illa, íslenskur dómari að dæma leik Íslands, og hans menn að vinna. Þennan leik neyddist hann til að dæma þar eð erlendu dómararnir komust ekki til landsins. Ég reikna með að ef þarna hefði verið erlendur dómari, þá hefðu mörkin mín orðið fimm, alveg eins og draumur mömmu sagði hann þennan morgun." Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Í dag eru liðin 60 ár frá því að íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Svíum 4-3 á Melavellinum. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk Íslendinga en sigursins er minnst sem eins þess merkilegasta í íslenskri knattspyrnusögu. Í bókinni Rikki Fótboltakappi eftir Jón Birgi Pétursson rifjar Ríkharður upp leikinn. „Þessi leikur er mér í fersku minni þótt langt sé síðan að hann var leikinn. Ég man líka aðdragandann og allan þennan dag. Um morguninn var ég mættur til vinnu, var að mála skip í slippnum. Í hádeginu laumaðist ég til mömmu til að sníkja mér bita. Þá segir hún mér frá draumi sem hana dreymdi þá nóttina. Hún sagði að ég myndi skora fimm mörk gegn Svíum um kvöldið, alla vega eiga stóran þátt í öllum þessum mörkum. Þetta þótti mér nú heldur ótrúlegt, kyssti mömmu fyrir matinn og góð orð í minn garð. Síðan hélt ég áfram að vinna, allt þar til tími var kominn til að keyra suður til Reykjavíkur í landsleikinn. Svona var þetta í gamla daga, menn slógu ekkert af í vinnu þótt stórleikir væru framundan, jafnvel landsleikir." Í bókinni segir einnig frá því að Baldur Jónsson vallarstjóri Melavallarins hafa flutt áhorfendum góð tíðindi á meðan á leiknum stóð. Íslendingar hefðu sigrað Dani og Norðmenn í landskeppni í frjálsum íþróttum í Osló. Áhorfendur fögnuðu tíðindunum vel og ekki síður mörkunum fjórum sem Ríkharður átti eftir að skora. Reyndar skoraði Ríkharður fimm mörk í leiknum en dómari leiksins Guðjón Einarsson dæmdi eitt af. Í bókinni segir: „Ég held að Guðjóni hafi verið farið að líða illa, íslenskur dómari að dæma leik Íslands, og hans menn að vinna. Þennan leik neyddist hann til að dæma þar eð erlendu dómararnir komust ekki til landsins. Ég reikna með að ef þarna hefði verið erlendur dómari, þá hefðu mörkin mín orðið fimm, alveg eins og draumur mömmu sagði hann þennan morgun."
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki