Móður Ríkharðs dreymdi að hann myndi skora fimm mörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2011 19:00 Ríkharður Jónsson var 21 árs, fyrirliði og þjálfari ÍA þegar leikurinn fór fram Mynd/Myndasafn KSÍ Í dag eru liðin 60 ár frá því að íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Svíum 4-3 á Melavellinum. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk Íslendinga en sigursins er minnst sem eins þess merkilegasta í íslenskri knattspyrnusögu. Í bókinni Rikki Fótboltakappi eftir Jón Birgi Pétursson rifjar Ríkharður upp leikinn. „Þessi leikur er mér í fersku minni þótt langt sé síðan að hann var leikinn. Ég man líka aðdragandann og allan þennan dag. Um morguninn var ég mættur til vinnu, var að mála skip í slippnum. Í hádeginu laumaðist ég til mömmu til að sníkja mér bita. Þá segir hún mér frá draumi sem hana dreymdi þá nóttina. Hún sagði að ég myndi skora fimm mörk gegn Svíum um kvöldið, alla vega eiga stóran þátt í öllum þessum mörkum. Þetta þótti mér nú heldur ótrúlegt, kyssti mömmu fyrir matinn og góð orð í minn garð. Síðan hélt ég áfram að vinna, allt þar til tími var kominn til að keyra suður til Reykjavíkur í landsleikinn. Svona var þetta í gamla daga, menn slógu ekkert af í vinnu þótt stórleikir væru framundan, jafnvel landsleikir." Í bókinni segir einnig frá því að Baldur Jónsson vallarstjóri Melavallarins hafa flutt áhorfendum góð tíðindi á meðan á leiknum stóð. Íslendingar hefðu sigrað Dani og Norðmenn í landskeppni í frjálsum íþróttum í Osló. Áhorfendur fögnuðu tíðindunum vel og ekki síður mörkunum fjórum sem Ríkharður átti eftir að skora. Reyndar skoraði Ríkharður fimm mörk í leiknum en dómari leiksins Guðjón Einarsson dæmdi eitt af. Í bókinni segir: „Ég held að Guðjóni hafi verið farið að líða illa, íslenskur dómari að dæma leik Íslands, og hans menn að vinna. Þennan leik neyddist hann til að dæma þar eð erlendu dómararnir komust ekki til landsins. Ég reikna með að ef þarna hefði verið erlendur dómari, þá hefðu mörkin mín orðið fimm, alveg eins og draumur mömmu sagði hann þennan morgun." Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Í dag eru liðin 60 ár frá því að íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Svíum 4-3 á Melavellinum. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk Íslendinga en sigursins er minnst sem eins þess merkilegasta í íslenskri knattspyrnusögu. Í bókinni Rikki Fótboltakappi eftir Jón Birgi Pétursson rifjar Ríkharður upp leikinn. „Þessi leikur er mér í fersku minni þótt langt sé síðan að hann var leikinn. Ég man líka aðdragandann og allan þennan dag. Um morguninn var ég mættur til vinnu, var að mála skip í slippnum. Í hádeginu laumaðist ég til mömmu til að sníkja mér bita. Þá segir hún mér frá draumi sem hana dreymdi þá nóttina. Hún sagði að ég myndi skora fimm mörk gegn Svíum um kvöldið, alla vega eiga stóran þátt í öllum þessum mörkum. Þetta þótti mér nú heldur ótrúlegt, kyssti mömmu fyrir matinn og góð orð í minn garð. Síðan hélt ég áfram að vinna, allt þar til tími var kominn til að keyra suður til Reykjavíkur í landsleikinn. Svona var þetta í gamla daga, menn slógu ekkert af í vinnu þótt stórleikir væru framundan, jafnvel landsleikir." Í bókinni segir einnig frá því að Baldur Jónsson vallarstjóri Melavallarins hafa flutt áhorfendum góð tíðindi á meðan á leiknum stóð. Íslendingar hefðu sigrað Dani og Norðmenn í landskeppni í frjálsum íþróttum í Osló. Áhorfendur fögnuðu tíðindunum vel og ekki síður mörkunum fjórum sem Ríkharður átti eftir að skora. Reyndar skoraði Ríkharður fimm mörk í leiknum en dómari leiksins Guðjón Einarsson dæmdi eitt af. Í bókinni segir: „Ég held að Guðjóni hafi verið farið að líða illa, íslenskur dómari að dæma leik Íslands, og hans menn að vinna. Þennan leik neyddist hann til að dæma þar eð erlendu dómararnir komust ekki til landsins. Ég reikna með að ef þarna hefði verið erlendur dómari, þá hefðu mörkin mín orðið fimm, alveg eins og draumur mömmu sagði hann þennan morgun."
Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira