Enski boltinn

McLeish hættur hjá Birmingham - sagði upp með tölvupósti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alex McLeish er hættur með Birmingham. Mynd./ Getty Images
Alex McLeish er hættur með Birmingham. Mynd./ Getty Images
Alex McLeish, fyrrverandi knattspyrnustjóri Birmingham, sagði starfi sínu lausi í dag en breskir fjölmiðlar telja að hann sé að taka við Aston Villa á allra næstu dögum.

Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að McLeish hafi sagt upp með því að senda formanni félagsins tölvupóst, en þetta mun hafa komið virkilega á óvart.

Birmingham féll úr ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði en tímabilið var samt sem áður ekki aðeins vonbrigði þar sem liðið vann enska deildarbikarinn þegar Birmingham vann Arsenal í úrslitaleik keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×