Enski boltinn

Vidic ætlar alls ekki að yfirgefa United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nemanja Vidic verður áfram hjá Man. Utd. Mynd. / Getty Images.
Nemanja Vidic verður áfram hjá Man. Utd. Mynd. / Getty Images.
Nemanja Vidic, fyrirliði ensku meistarana í Man. Utd., ætlar sér alls ekki að yfirgefa þá rauðklæddu, en þetta hefur umboðsmaður leikmannsins staðfest.

Vidic hefur ítrekað verið orðaður við ítalska liðið Juventus, en forráðamenn Juve ætla sér að styrkja liðið til muna fyrir næstkomandi tímabil.

Vidic á þrjú ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistarana og samkvæmt Silvano Martina, umboðsmanni leikmannsins, ætlar Serbinn að vera áfram hjá Manchester United.

„Vidic er leikmaður sem öll lið vilja fá til sín,“ sagði Silvano í fjölmiðlum ytra.

Silvano Martina ræddi við leikmanninn um mögulegan flutning og svar hans mun hafa verið skýrt.

„Ég er fyrirliði Manchester United og hef unnið nánast allt með klúbbnum, af hverju ætti ég að fara?,“ sagði Nemanja Vidic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×