Séra Baldur - þögnin knúði mig áfram SB skrifar 13. júní 2011 12:54 Mynd/JSE Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, segir þögnina hafa knúið hann til þess að stíga fram í dag. Hann skammist sín fyrir að hafa tilheyrt því valdakerfi sem tók á málum fórnarlamba Ólafs Skúlasonar á sínum tíma. Í yfirlýsingu frá Baldri segir hann sig frá Kirkjuþingi, sem hefst á morgun, og biður fórnarlömb Ólafs Skúlasonar afsökunar á aðkomu sinni í málinu.Af hverju ákvaðstu að stíga fram í dag? „Ég þurfti að gera grein fyrir því af hverju ég tek ekki sæti á kirkjuþinginu á morgun. Svo þótt mér bara þessi þögn ærandi, kirkjunnar og mín og þurfti bara að koma því frá mér að ég meðtaki það sem rannsóknarnefndi segði, hún gerir alvarlegar athugasemdir við stjórnarsetu mína. Ég virði það og reyni að vinna úr því."Var þetta erfið ákvörðun að senda frá þér yfirlýsinguna? "Nei, nei. Það eru mörg ár síðan ég áttaði mig á því að Sigrún Pálína, Stefaní og Dagbjört urðu fyrir fálæti af hálfu kirkjunnar. Og það var ekki tekið á málum þeirra af nægilega opnun hug á sínum tíma. Alls ekki. Ég geri mér fulla grein fyrir því og hef gert lengi.“Þessi rannsóknarskýrsla. Hvernig finnst þér sú vinna hafa farið fram og komið út fyrir kirkjuna? „Skýrslan er ákaflega gagnleg og gott að hún skyldi koma fram og þarna skýrist margt og hún bregður ljósi á atburði með góðum hætti. Það var vel til fundið hjá kirkjuþingi að fá þessa þrjá ungu manneskjur til að kafa ofan í þetta og leggja dóm á þessa atburði. Verður vonandi til gagns.“ Þessi skýrsla er ákveðið uppgjör. Er kominn tími á að ljúka þessu erfiða máli? „Svona málum lýkur auðvitað aldrei. Þau halda áfram í hugum allra þeira sem komu við sögu. Ekki síst fórnarlambanna.“Þú biður fórnarlömbin afsökunar í yfirlýsingunni. Ertu að létta á sál þinni? „Ég hef áður hitt tvær af konunum og beðið þær persónulega fyrirgefningar fyrir hönd kirkjunnar. Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það. Ég mun hins vegar reyna að læra af þessu og taka það með mér áfram og hef reyntar reynt að gera það síðustu ár.“Hefurðu eitthvað við yfirlýsingu þína að bæta? „Ég mun tjá mig meira um þetta mál. En það geri ég í fyllingu tímans og síðar og ætla að láta þessa yfirlýsingu duga að svo komnu máli og bíð eins og aðrir spenntur eftir því hvað gerist á kirkjuþinginu á morgun. Hvernig kirkjan mun vinna úr þessu máli.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, segir þögnina hafa knúið hann til þess að stíga fram í dag. Hann skammist sín fyrir að hafa tilheyrt því valdakerfi sem tók á málum fórnarlamba Ólafs Skúlasonar á sínum tíma. Í yfirlýsingu frá Baldri segir hann sig frá Kirkjuþingi, sem hefst á morgun, og biður fórnarlömb Ólafs Skúlasonar afsökunar á aðkomu sinni í málinu.Af hverju ákvaðstu að stíga fram í dag? „Ég þurfti að gera grein fyrir því af hverju ég tek ekki sæti á kirkjuþinginu á morgun. Svo þótt mér bara þessi þögn ærandi, kirkjunnar og mín og þurfti bara að koma því frá mér að ég meðtaki það sem rannsóknarnefndi segði, hún gerir alvarlegar athugasemdir við stjórnarsetu mína. Ég virði það og reyni að vinna úr því."Var þetta erfið ákvörðun að senda frá þér yfirlýsinguna? "Nei, nei. Það eru mörg ár síðan ég áttaði mig á því að Sigrún Pálína, Stefaní og Dagbjört urðu fyrir fálæti af hálfu kirkjunnar. Og það var ekki tekið á málum þeirra af nægilega opnun hug á sínum tíma. Alls ekki. Ég geri mér fulla grein fyrir því og hef gert lengi.“Þessi rannsóknarskýrsla. Hvernig finnst þér sú vinna hafa farið fram og komið út fyrir kirkjuna? „Skýrslan er ákaflega gagnleg og gott að hún skyldi koma fram og þarna skýrist margt og hún bregður ljósi á atburði með góðum hætti. Það var vel til fundið hjá kirkjuþingi að fá þessa þrjá ungu manneskjur til að kafa ofan í þetta og leggja dóm á þessa atburði. Verður vonandi til gagns.“ Þessi skýrsla er ákveðið uppgjör. Er kominn tími á að ljúka þessu erfiða máli? „Svona málum lýkur auðvitað aldrei. Þau halda áfram í hugum allra þeira sem komu við sögu. Ekki síst fórnarlambanna.“Þú biður fórnarlömbin afsökunar í yfirlýsingunni. Ertu að létta á sál þinni? „Ég hef áður hitt tvær af konunum og beðið þær persónulega fyrirgefningar fyrir hönd kirkjunnar. Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það. Ég mun hins vegar reyna að læra af þessu og taka það með mér áfram og hef reyntar reynt að gera það síðustu ár.“Hefurðu eitthvað við yfirlýsingu þína að bæta? „Ég mun tjá mig meira um þetta mál. En það geri ég í fyllingu tímans og síðar og ætla að láta þessa yfirlýsingu duga að svo komnu máli og bíð eins og aðrir spenntur eftir því hvað gerist á kirkjuþinginu á morgun. Hvernig kirkjan mun vinna úr þessu máli.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira