Séra Baldur - þögnin knúði mig áfram SB skrifar 13. júní 2011 12:54 Mynd/JSE Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, segir þögnina hafa knúið hann til þess að stíga fram í dag. Hann skammist sín fyrir að hafa tilheyrt því valdakerfi sem tók á málum fórnarlamba Ólafs Skúlasonar á sínum tíma. Í yfirlýsingu frá Baldri segir hann sig frá Kirkjuþingi, sem hefst á morgun, og biður fórnarlömb Ólafs Skúlasonar afsökunar á aðkomu sinni í málinu.Af hverju ákvaðstu að stíga fram í dag? „Ég þurfti að gera grein fyrir því af hverju ég tek ekki sæti á kirkjuþinginu á morgun. Svo þótt mér bara þessi þögn ærandi, kirkjunnar og mín og þurfti bara að koma því frá mér að ég meðtaki það sem rannsóknarnefndi segði, hún gerir alvarlegar athugasemdir við stjórnarsetu mína. Ég virði það og reyni að vinna úr því."Var þetta erfið ákvörðun að senda frá þér yfirlýsinguna? "Nei, nei. Það eru mörg ár síðan ég áttaði mig á því að Sigrún Pálína, Stefaní og Dagbjört urðu fyrir fálæti af hálfu kirkjunnar. Og það var ekki tekið á málum þeirra af nægilega opnun hug á sínum tíma. Alls ekki. Ég geri mér fulla grein fyrir því og hef gert lengi.“Þessi rannsóknarskýrsla. Hvernig finnst þér sú vinna hafa farið fram og komið út fyrir kirkjuna? „Skýrslan er ákaflega gagnleg og gott að hún skyldi koma fram og þarna skýrist margt og hún bregður ljósi á atburði með góðum hætti. Það var vel til fundið hjá kirkjuþingi að fá þessa þrjá ungu manneskjur til að kafa ofan í þetta og leggja dóm á þessa atburði. Verður vonandi til gagns.“ Þessi skýrsla er ákveðið uppgjör. Er kominn tími á að ljúka þessu erfiða máli? „Svona málum lýkur auðvitað aldrei. Þau halda áfram í hugum allra þeira sem komu við sögu. Ekki síst fórnarlambanna.“Þú biður fórnarlömbin afsökunar í yfirlýsingunni. Ertu að létta á sál þinni? „Ég hef áður hitt tvær af konunum og beðið þær persónulega fyrirgefningar fyrir hönd kirkjunnar. Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það. Ég mun hins vegar reyna að læra af þessu og taka það með mér áfram og hef reyntar reynt að gera það síðustu ár.“Hefurðu eitthvað við yfirlýsingu þína að bæta? „Ég mun tjá mig meira um þetta mál. En það geri ég í fyllingu tímans og síðar og ætla að láta þessa yfirlýsingu duga að svo komnu máli og bíð eins og aðrir spenntur eftir því hvað gerist á kirkjuþinginu á morgun. Hvernig kirkjan mun vinna úr þessu máli.“ Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, segir þögnina hafa knúið hann til þess að stíga fram í dag. Hann skammist sín fyrir að hafa tilheyrt því valdakerfi sem tók á málum fórnarlamba Ólafs Skúlasonar á sínum tíma. Í yfirlýsingu frá Baldri segir hann sig frá Kirkjuþingi, sem hefst á morgun, og biður fórnarlömb Ólafs Skúlasonar afsökunar á aðkomu sinni í málinu.Af hverju ákvaðstu að stíga fram í dag? „Ég þurfti að gera grein fyrir því af hverju ég tek ekki sæti á kirkjuþinginu á morgun. Svo þótt mér bara þessi þögn ærandi, kirkjunnar og mín og þurfti bara að koma því frá mér að ég meðtaki það sem rannsóknarnefndi segði, hún gerir alvarlegar athugasemdir við stjórnarsetu mína. Ég virði það og reyni að vinna úr því."Var þetta erfið ákvörðun að senda frá þér yfirlýsinguna? "Nei, nei. Það eru mörg ár síðan ég áttaði mig á því að Sigrún Pálína, Stefaní og Dagbjört urðu fyrir fálæti af hálfu kirkjunnar. Og það var ekki tekið á málum þeirra af nægilega opnun hug á sínum tíma. Alls ekki. Ég geri mér fulla grein fyrir því og hef gert lengi.“Þessi rannsóknarskýrsla. Hvernig finnst þér sú vinna hafa farið fram og komið út fyrir kirkjuna? „Skýrslan er ákaflega gagnleg og gott að hún skyldi koma fram og þarna skýrist margt og hún bregður ljósi á atburði með góðum hætti. Það var vel til fundið hjá kirkjuþingi að fá þessa þrjá ungu manneskjur til að kafa ofan í þetta og leggja dóm á þessa atburði. Verður vonandi til gagns.“ Þessi skýrsla er ákveðið uppgjör. Er kominn tími á að ljúka þessu erfiða máli? „Svona málum lýkur auðvitað aldrei. Þau halda áfram í hugum allra þeira sem komu við sögu. Ekki síst fórnarlambanna.“Þú biður fórnarlömbin afsökunar í yfirlýsingunni. Ertu að létta á sál þinni? „Ég hef áður hitt tvær af konunum og beðið þær persónulega fyrirgefningar fyrir hönd kirkjunnar. Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það. Ég mun hins vegar reyna að læra af þessu og taka það með mér áfram og hef reyntar reynt að gera það síðustu ár.“Hefurðu eitthvað við yfirlýsingu þína að bæta? „Ég mun tjá mig meira um þetta mál. En það geri ég í fyllingu tímans og síðar og ætla að láta þessa yfirlýsingu duga að svo komnu máli og bíð eins og aðrir spenntur eftir því hvað gerist á kirkjuþinginu á morgun. Hvernig kirkjan mun vinna úr þessu máli.“
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira