Enski boltinn

Ívar Ingimarsson er genginn til liðs við Ipswich

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ívar í leik með Reading. Mynd. / Getty Images
Ívar í leik með Reading. Mynd. / Getty Images
Ívar Ingimarsson hefur samþykkt tilboð frá Ipswich  um að leika með félaginu á næsta tímabili en þessi fyrrum leikmaður Reading gerði eins árs samning við félagið.

Ívar hefur verið í átta ár hjá Reading og lék 280 leiki fyrir félagið en á nýafstöðnu tímabili fékk hann fá tækifæri hjá liðinu og því eðlilegt skref að færa sig um set.

Paul Jewll er knattspyrnustjóri Ipswich og hann mun hafa lagt mikla áherslu á að ná í leikmanninn.

„Ívar er leikmaður sem hefur mikla reynslu í þessari deild og mun nýtast okkur vel á næsta tímabili,“ sagði Jewell við enska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×