Enski boltinn

Reina fór í aðgerð vegna kviðslits

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pepe Reina verður klár fyrir undirbúningstímabilið með Liverpool. Mynd. / Getty Images
Pepe Reina verður klár fyrir undirbúningstímabilið með Liverpool. Mynd. / Getty Images
Markvörður Liverpool, Pepe Reina, þurfti að gangast undir aðgerð í síðustu viku vegna kviðslits, en hann fór í aðgerðina hjá sérfræðingi í Þýskalandi.

Læknir spænska landsliðsins fylgdi markverðinu til Þýskalands til að hafa yfirumsjón með gangi mála.

Aðgerðin heppnaðist vel og mun Reina taka þátt í undirbúningstímabilinu með Liverpool að fullu, en það hefst í byrjun næsta mánaðar.

Pepe Reina stóð á milli stanganna hjá Liverpool nánast allan síðasta vetur og missti varla úr leik, en það hefur lengi staðið til að leikmaðurinn fari í þessa aðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×