Enski boltinn

Sex knattspyrnustjórar á óskalista Birmingham

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Birmingham gegnu í gegnum súrt og sætt á síðasta tímabili
Stuðningsmenn Birmingham gegnu í gegnum súrt og sætt á síðasta tímabili Mynd/Getty Images
Birmingham leitar að eftirmanni Alex McLeish eftir uppsögn Skotans um helgina. Stjórnarformaður félagsins, Peter Pannu, segir sex knattspyrnustjóra á óskalistanum.

Ekki er vitað fyrir víst hvaða sex knattspyrnustjóra um ræðir en Sky fréttastofan hefur sínar hugmyndir. Chris Hughton, fyrrum stjóri Newcastle er nefndur til sögunnar ásamt Ítölunum Gianfranco Zola og Roberto Di Matteo.

Steve Cotterill, sem tók við Stoke á sínum tíma af Guðjóni Þórðarsyni, er einnig orðaður við starfið auk Alan Curbishley, Billy Davies og Dave Jones.

Pannu segir félagið vilja ganga frá ráðningu nýs stjóra sem fyrst.

Miklar líkur eru taldar á því að McLeish taki við Aston Villa líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Töluverðrar óánægju gætir með fyrirhugaða ráðningu hjá stuðningsmönnum Villa enda Birmingham erkióvinur félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×