Íslenskir framhaldsskólanemar hvattir til herþjónustu í Noregi Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2011 18:45 Hilmar Páll Haraldsson er tuttugu og níu ára og gegnir herþjónustu í norska hernum. Mynd úr einkasafni Nokkrir Íslendingar í norska hernum hafa sinnt herþjónustu sinni í Afganistan. Einn þeirra hefur kynnt íslenskum námsmönnum möguleika á framhaldsnámi í norska hernum en hann segir engann vera neyddan til að fara til Afganistan. Hilmar Páll Haraldsson er tuttugu og níu ára og gegnir herþjónustu í norska hernum. Hvati hans til herþjónustu var að eftir að hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík, heyrði hann af því að hann gæti lokið framhaldsnámi í verkfræði í norska hernum. „Nám sem er ókeypis og ekki nóg með það, heldur fá borgað fyrir að nema og örugga vinnu í þrjú ár eftir námið," segir Hilmar Páll. Þá fylgi hermennskunni einnig pínuævintýri og því hafi hann ákveðið að slá til. Hilmar hefur gengt herþjónustu frá árinu 2003 og vinnur einnig við að afla nýliða í norska herinn. En nemendur fá fría heimferð upp á það að kynna námsmöguleika í hernum og það hefur Hilmar gert í þrígang, nú síðast í febrúarmánuði síðast liðnum. „Það gerði ég náttúrlega meðan ég var nemandi í skólanum (verkfræðiskóla á vegum hersins), fékk ókeypis heimferðir til Íslands og kynnti skólann minn bæði í Menntaskólanum í Reykjavík og Verslunarskólanum ," segir Hilmar Páll. Hann hafi síðast komið hingað til lands í febrúar og þá kynnt námsmöguleika norska hersins í MR, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Þessa kynningu gefur Hilmar með leyfi skólastjórnenda og er hún einkum ætluð útskriftarnemum. „Það eina sem ég segi frá er hvaða nám þau geta fengið , hvað getur fylgt náminu og vinnan þar getur bæði verið í Noregi og endað í Afganistan að sjálfsögðu," segir Hilmar.Hilmar Páll. Mynd úr einkasafniTöluverð umræða hefur verið um Íslendinga í norska hernum í norskum fjölmiðlum í dag, eftir að frétt um málið birtist á fréttavef norska ríkissjónvarpsins. Þar var m.a. rætt hvort eðlilegt væri að Íslendingar væru sendir til Afganistan til að berjast þar fyrir Norðmenn. En Hilmar er einn sex Íslendinga sem farið hefur þangað. Hilmar segir menn þurfa að sækjast sérstaklega eftir því að fara til Afganistan. „Ég bað um að fara og fékk að fara. Maður er ekki skyldugur eða sendur til Afganistan," segir hann. Honum sé ekki kunnugt um neinn sem hafi „verið sparkað til Afganistan" eins og hann orðar það. Þetta eigi jafnt við um Norðmenn sem og aðra í norska hernum, enginn sé neyddur til að þjóna í Afganistan. Ef svo væri þætti það stórfrétt í Noregi. Sjálfur lenti hann í átökum og var hætt kominn í Afganistan. „Átök eru átök og stríð er ekki fallegt. Það fylgir engin rómantík stríði eins og margir vilja halda," segir þessi 29 ára íslenski hermaður. Hann hafi oft verið hætt kominn í Afganistan en heppnin hafi verið með honum og gott fólk í kringum hann og því hafi gengið vel í þetta skipti. Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Nokkrir Íslendingar í norska hernum hafa sinnt herþjónustu sinni í Afganistan. Einn þeirra hefur kynnt íslenskum námsmönnum möguleika á framhaldsnámi í norska hernum en hann segir engann vera neyddan til að fara til Afganistan. Hilmar Páll Haraldsson er tuttugu og níu ára og gegnir herþjónustu í norska hernum. Hvati hans til herþjónustu var að eftir að hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík, heyrði hann af því að hann gæti lokið framhaldsnámi í verkfræði í norska hernum. „Nám sem er ókeypis og ekki nóg með það, heldur fá borgað fyrir að nema og örugga vinnu í þrjú ár eftir námið," segir Hilmar Páll. Þá fylgi hermennskunni einnig pínuævintýri og því hafi hann ákveðið að slá til. Hilmar hefur gengt herþjónustu frá árinu 2003 og vinnur einnig við að afla nýliða í norska herinn. En nemendur fá fría heimferð upp á það að kynna námsmöguleika í hernum og það hefur Hilmar gert í þrígang, nú síðast í febrúarmánuði síðast liðnum. „Það gerði ég náttúrlega meðan ég var nemandi í skólanum (verkfræðiskóla á vegum hersins), fékk ókeypis heimferðir til Íslands og kynnti skólann minn bæði í Menntaskólanum í Reykjavík og Verslunarskólanum ," segir Hilmar Páll. Hann hafi síðast komið hingað til lands í febrúar og þá kynnt námsmöguleika norska hersins í MR, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Þessa kynningu gefur Hilmar með leyfi skólastjórnenda og er hún einkum ætluð útskriftarnemum. „Það eina sem ég segi frá er hvaða nám þau geta fengið , hvað getur fylgt náminu og vinnan þar getur bæði verið í Noregi og endað í Afganistan að sjálfsögðu," segir Hilmar.Hilmar Páll. Mynd úr einkasafniTöluverð umræða hefur verið um Íslendinga í norska hernum í norskum fjölmiðlum í dag, eftir að frétt um málið birtist á fréttavef norska ríkissjónvarpsins. Þar var m.a. rætt hvort eðlilegt væri að Íslendingar væru sendir til Afganistan til að berjast þar fyrir Norðmenn. En Hilmar er einn sex Íslendinga sem farið hefur þangað. Hilmar segir menn þurfa að sækjast sérstaklega eftir því að fara til Afganistan. „Ég bað um að fara og fékk að fara. Maður er ekki skyldugur eða sendur til Afganistan," segir hann. Honum sé ekki kunnugt um neinn sem hafi „verið sparkað til Afganistan" eins og hann orðar það. Þetta eigi jafnt við um Norðmenn sem og aðra í norska hernum, enginn sé neyddur til að þjóna í Afganistan. Ef svo væri þætti það stórfrétt í Noregi. Sjálfur lenti hann í átökum og var hætt kominn í Afganistan. „Átök eru átök og stríð er ekki fallegt. Það fylgir engin rómantík stríði eins og margir vilja halda," segir þessi 29 ára íslenski hermaður. Hann hafi oft verið hætt kominn í Afganistan en heppnin hafi verið með honum og gott fólk í kringum hann og því hafi gengið vel í þetta skipti.
Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira