Íslenskir framhaldsskólanemar hvattir til herþjónustu í Noregi Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2011 18:45 Hilmar Páll Haraldsson er tuttugu og níu ára og gegnir herþjónustu í norska hernum. Mynd úr einkasafni Nokkrir Íslendingar í norska hernum hafa sinnt herþjónustu sinni í Afganistan. Einn þeirra hefur kynnt íslenskum námsmönnum möguleika á framhaldsnámi í norska hernum en hann segir engann vera neyddan til að fara til Afganistan. Hilmar Páll Haraldsson er tuttugu og níu ára og gegnir herþjónustu í norska hernum. Hvati hans til herþjónustu var að eftir að hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík, heyrði hann af því að hann gæti lokið framhaldsnámi í verkfræði í norska hernum. „Nám sem er ókeypis og ekki nóg með það, heldur fá borgað fyrir að nema og örugga vinnu í þrjú ár eftir námið," segir Hilmar Páll. Þá fylgi hermennskunni einnig pínuævintýri og því hafi hann ákveðið að slá til. Hilmar hefur gengt herþjónustu frá árinu 2003 og vinnur einnig við að afla nýliða í norska herinn. En nemendur fá fría heimferð upp á það að kynna námsmöguleika í hernum og það hefur Hilmar gert í þrígang, nú síðast í febrúarmánuði síðast liðnum. „Það gerði ég náttúrlega meðan ég var nemandi í skólanum (verkfræðiskóla á vegum hersins), fékk ókeypis heimferðir til Íslands og kynnti skólann minn bæði í Menntaskólanum í Reykjavík og Verslunarskólanum ," segir Hilmar Páll. Hann hafi síðast komið hingað til lands í febrúar og þá kynnt námsmöguleika norska hersins í MR, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Þessa kynningu gefur Hilmar með leyfi skólastjórnenda og er hún einkum ætluð útskriftarnemum. „Það eina sem ég segi frá er hvaða nám þau geta fengið , hvað getur fylgt náminu og vinnan þar getur bæði verið í Noregi og endað í Afganistan að sjálfsögðu," segir Hilmar.Hilmar Páll. Mynd úr einkasafniTöluverð umræða hefur verið um Íslendinga í norska hernum í norskum fjölmiðlum í dag, eftir að frétt um málið birtist á fréttavef norska ríkissjónvarpsins. Þar var m.a. rætt hvort eðlilegt væri að Íslendingar væru sendir til Afganistan til að berjast þar fyrir Norðmenn. En Hilmar er einn sex Íslendinga sem farið hefur þangað. Hilmar segir menn þurfa að sækjast sérstaklega eftir því að fara til Afganistan. „Ég bað um að fara og fékk að fara. Maður er ekki skyldugur eða sendur til Afganistan," segir hann. Honum sé ekki kunnugt um neinn sem hafi „verið sparkað til Afganistan" eins og hann orðar það. Þetta eigi jafnt við um Norðmenn sem og aðra í norska hernum, enginn sé neyddur til að þjóna í Afganistan. Ef svo væri þætti það stórfrétt í Noregi. Sjálfur lenti hann í átökum og var hætt kominn í Afganistan. „Átök eru átök og stríð er ekki fallegt. Það fylgir engin rómantík stríði eins og margir vilja halda," segir þessi 29 ára íslenski hermaður. Hann hafi oft verið hætt kominn í Afganistan en heppnin hafi verið með honum og gott fólk í kringum hann og því hafi gengið vel í þetta skipti. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Nokkrir Íslendingar í norska hernum hafa sinnt herþjónustu sinni í Afganistan. Einn þeirra hefur kynnt íslenskum námsmönnum möguleika á framhaldsnámi í norska hernum en hann segir engann vera neyddan til að fara til Afganistan. Hilmar Páll Haraldsson er tuttugu og níu ára og gegnir herþjónustu í norska hernum. Hvati hans til herþjónustu var að eftir að hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík, heyrði hann af því að hann gæti lokið framhaldsnámi í verkfræði í norska hernum. „Nám sem er ókeypis og ekki nóg með það, heldur fá borgað fyrir að nema og örugga vinnu í þrjú ár eftir námið," segir Hilmar Páll. Þá fylgi hermennskunni einnig pínuævintýri og því hafi hann ákveðið að slá til. Hilmar hefur gengt herþjónustu frá árinu 2003 og vinnur einnig við að afla nýliða í norska herinn. En nemendur fá fría heimferð upp á það að kynna námsmöguleika í hernum og það hefur Hilmar gert í þrígang, nú síðast í febrúarmánuði síðast liðnum. „Það gerði ég náttúrlega meðan ég var nemandi í skólanum (verkfræðiskóla á vegum hersins), fékk ókeypis heimferðir til Íslands og kynnti skólann minn bæði í Menntaskólanum í Reykjavík og Verslunarskólanum ," segir Hilmar Páll. Hann hafi síðast komið hingað til lands í febrúar og þá kynnt námsmöguleika norska hersins í MR, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Þessa kynningu gefur Hilmar með leyfi skólastjórnenda og er hún einkum ætluð útskriftarnemum. „Það eina sem ég segi frá er hvaða nám þau geta fengið , hvað getur fylgt náminu og vinnan þar getur bæði verið í Noregi og endað í Afganistan að sjálfsögðu," segir Hilmar.Hilmar Páll. Mynd úr einkasafniTöluverð umræða hefur verið um Íslendinga í norska hernum í norskum fjölmiðlum í dag, eftir að frétt um málið birtist á fréttavef norska ríkissjónvarpsins. Þar var m.a. rætt hvort eðlilegt væri að Íslendingar væru sendir til Afganistan til að berjast þar fyrir Norðmenn. En Hilmar er einn sex Íslendinga sem farið hefur þangað. Hilmar segir menn þurfa að sækjast sérstaklega eftir því að fara til Afganistan. „Ég bað um að fara og fékk að fara. Maður er ekki skyldugur eða sendur til Afganistan," segir hann. Honum sé ekki kunnugt um neinn sem hafi „verið sparkað til Afganistan" eins og hann orðar það. Þetta eigi jafnt við um Norðmenn sem og aðra í norska hernum, enginn sé neyddur til að þjóna í Afganistan. Ef svo væri þætti það stórfrétt í Noregi. Sjálfur lenti hann í átökum og var hætt kominn í Afganistan. „Átök eru átök og stríð er ekki fallegt. Það fylgir engin rómantík stríði eins og margir vilja halda," segir þessi 29 ára íslenski hermaður. Hann hafi oft verið hætt kominn í Afganistan en heppnin hafi verið með honum og gott fólk í kringum hann og því hafi gengið vel í þetta skipti.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira