Íslenski boltinn

Eiður Smári missir af Meistaraleik Steina Gísla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiður Smári er erlendis og missir af leiknum
Eiður Smári er erlendis og missir af leiknum Mynd/Daníel
Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í eldlínunni á Skaganum á laugardaginn í Meistaraleik Steina Gísla líkt og fjallað hefur verið um. Heimasíða KR birti fyrir misskilning upphaflega leikmannahópa liðanna þar sem Eiður Smári var meðal leikmanna. Nú er ljóst að ekki geta allir tekið þátt í leiknum.

Að sögn Gunnlaugs Jónssonar Skagamanns og þjálfara KA nær Eiður Smári væntanlega ekki til landsins fyrir leikinn. Hann mun þó hafa verið mjög áhugasamur að taka þátt í leiknum.

Þá verða Arnar Gunnlaugsson og Grétar Rafn Steinsson einnig fjarri góðu gamni en þeir eru erlendis. Gunnlaugur segir að þrátt fyrir fjarveru nokkurra leikmanna verði tvö hörkulið sem mætist á laugardaginn.

Leikurinn fer fram á Akranesvelli á laugardaginn og hefst kl 17:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×