Enski boltinn

Bryan Robson segir upp hjá Tælandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Robson í eldlínunni með tælenska landsliðinu
Robson í eldlínunni með tælenska landsliðinu Mynd/Getty Images
Bryan Robson hefur sagt starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Tælands. Robson sem tók við liðinu árið 2009 er að ná sér eftir uppskurð en landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hafði greinst með krabbamein í hálsi.

„Bryan vildi hætta og samningnum var rift með samkomulagi beggja aðila. Meira get ég ekki sagt,“ sagði forseti tælenska knattspyrnusambandsins Worawi Makudi.

Robson sem lék 90 landsleiki fyrir England tók við liðinu af fyrrum samherja sínum í enska landsliðinu Peter Reid. Undir stjórn Robson fór Tæland niður um 15 sæti á styrkleikalista FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×