Fótbolti

Landsliðsþjálfari Dana bíður með að kynna 23 manna hópinn sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Simon Kjær, leikmaður Wolfsburg.
Simon Kjær, leikmaður Wolfsburg. Nordic Photos / Bongarts
Keld Bordinggard, þjálfari U-21 landsliðs Dana, ákvað að bíða með að tilkynna endanlegan lokahóp fyrir EM í sumar en tilkynnti í dag hvaða 27 leikmenn koma til greina.

„Við lofuðum að tilkynna 23 manna hópinn í dag en það er enn nokkrum spurningum ósvarað. Ég vil gjarnan fá að fylgjast með síðustu leikjunum í úrvalsdeildinni til að vera viss um að ég velji rétta hópinn,“ sagði Bordinggard við danska fjölmiðla.

Tvær umferðir eru eftir í dönsku deildinni sem lýkur þann 29. maí. Mótið hefst svo þann 11. júní en Danmörk og Ísland eru saman í riðli og mætast þann 18. júní í lokaumferð riðlakeppninnar.

Nicklas Bendtner, leikmaður Arsenal, er ekki í hópnum enda var hann ekki valinn í upphaflega 40 manna hópinn. Þeir Simon Kjær, leikmaður Wolfsburg, og Christian Eriksen hjá Ajax, eru hins vegar báðir í 27 manna hópnum og spila því mjög líklega á mótinu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×