Enski boltinn

Mancini flaug til Abu Dhabi til að betla pening

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City með fyrirliðanum Carlos Tevez.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City með fyrirliðanum Carlos Tevez. Mynd/AP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, telur að félagið þurfi að kaupa fjóra nýja leikmenn til þess að liðið sé tilbúinn fyrir átökin í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Mancini flaug því til eigandans í Abu Dhabi til að betla pening fyrir nýjum leikmönnum en það gæti verið erfitt fyrir Ítalann að sannfæra Sheikh Mansour og stjórnarformanninn Khaldoon Al Mubarak um að eyða stórum upphæðum í leikmenn.

Ástæðan er þó ekki peningaskortur heldur það að UEFA er búið að setja strangari reglur og félög geta ekki lengur skilað bullandi tapi. City tapaði 121 milljón punda á síðasta tímabili og tapðið verður væntanlega enn meira á þessu tímabili.

Það breytir þó ekki þörfinni fyrir nýja leikmenn að mati Mancini sem ætlar sér að berjast um enska meistaratitilinn við nágrannana í Manchester United á næstu leiktíð og komast langt á fyrsta tímabili félagsins í Meistaradeildinni.

Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, segir að félagið geti keypt tvo nýja leikmenn og sloppið í gegnum regluverk UEFA en hann hefur jafnframt talað um það að UEFA stjórni nú framtíðarsýn félagsins. Mubarak og Mancini eru góðir félagar sem ætti að hjálpa Ítalanum að fá það sem hann vill.

Mancini ætlar sér að kaupa miðvörðinn Gary Cahill frá Bolton Wanderers og kantmaninn Alexis Sanchez frá Udinese. Mancini vill einnig fá nýjan miðjumann og nýjan framherja burt séð frá því hvort Carlos Tevez verði áfram eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×