Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2011 16:15 Grafík/Vísir.is Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fjórir Englandsmeistaratitlar í hús ásamt einum Meistaradeildartitli og árangurinn ekki hvað síst að þakka sterku miðvarðapari sem þeir Vidic og Ferdinand hafa myndað. Tapið gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar í Róm 2009 svíður þó enn „Leikurinn var eitt sorglegasta augnablikið á knattspyrnuferli mínum. Ég er viss um að enginn okkar leikmanna sé búinn að gleyma þeim leik." Mörk Samuel Eto'o og Lionel Messi tryggðu Börsungum öruggan 2-0 sigur. Serbinn sem sagður er ekkert hræðast segir Barcelona vissulega með frábært lið og líklegri til sigurs. Hins vegar sé kominn tími á að fólk sýni Man Utd virðingu. „Það er ekki eins og við höfum ekki unnið neitt undanfarin ár. Við erum Manchester United. Á síðustu fimm árum höfum við unnið fimm Englandsmeistaratitla og þetta er þriðji úrslitaleikur okkar í Meistaradeildinni. Ég hef trú á að við getum unnið." Piqué og Puyol - Jin og JangGerard Piqué miðvörður Barcelona á öllu betri minningar frá úrslitaleiknum 2009 enda í sigurliði meistaradeildar annað árið í röð. Piqué var á mála hjá Man Utd sem sigraði Chelsea í úrslitaleiknum í Moskvu 2008. Spánverjinn var ekki í leikmannahópi United í úrslitaleiknum en komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa verið í sigurliði í keppninni tvö ár í röð með mismunandi liðum. Læknissonurinn og barnabarn fyrrum forseta Barcelona er einn fjölmargra núverandi lykilmanna liðsins sem hafa skilað sér í gegnum barna- og unglingastarf félagsins. Hann hefur myndað frábært miðvarðapar með fyrirliðanum Carlos Puyol. Leikmennirnir eru algjörar andstæður sem fáir reiknuðu með að myndu smellpassa jafnvel saman og raunin hefur orðið. Hellisbúinn, harðjaxlinn og hinn grafalvarlegi Puyol með hinum fjallmyndarlega, eldhressa og léttleikandi Piqué. Liðið hefur ekki tapað deildarleik á Spáni í yfir tvö ár þegar þeir hafa verið saman í vörninni. Piqué, sem er í sambandi við poppstjörnuna Shakiru, hefur margoft sagst hafa lært gríðarlega mikið af Ferdinand og Vidic á tíma sínum hjá United. Hann beri mikla virðingu fyrir þeim sem og liðsfélaga sínum og vini Puyol. Varnarmaðurinn krullhærði bætir upp skort á knattspyrnulegum hæfileikum sínum með vinnusemi og baráttu. Leikirnir sex sem Barcelona hefur tapað á tímabilinu eiga eitt sameiginlegt. Puyol var fjarverandi. „Hann lítur á alla leiki sem úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu", segir Piqué um félaga sinn sem ætti samkvæmt því að vera laus við allan sviðskrekk á laugardagskvöldið. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00 Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira
Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fjórir Englandsmeistaratitlar í hús ásamt einum Meistaradeildartitli og árangurinn ekki hvað síst að þakka sterku miðvarðapari sem þeir Vidic og Ferdinand hafa myndað. Tapið gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar í Róm 2009 svíður þó enn „Leikurinn var eitt sorglegasta augnablikið á knattspyrnuferli mínum. Ég er viss um að enginn okkar leikmanna sé búinn að gleyma þeim leik." Mörk Samuel Eto'o og Lionel Messi tryggðu Börsungum öruggan 2-0 sigur. Serbinn sem sagður er ekkert hræðast segir Barcelona vissulega með frábært lið og líklegri til sigurs. Hins vegar sé kominn tími á að fólk sýni Man Utd virðingu. „Það er ekki eins og við höfum ekki unnið neitt undanfarin ár. Við erum Manchester United. Á síðustu fimm árum höfum við unnið fimm Englandsmeistaratitla og þetta er þriðji úrslitaleikur okkar í Meistaradeildinni. Ég hef trú á að við getum unnið." Piqué og Puyol - Jin og JangGerard Piqué miðvörður Barcelona á öllu betri minningar frá úrslitaleiknum 2009 enda í sigurliði meistaradeildar annað árið í röð. Piqué var á mála hjá Man Utd sem sigraði Chelsea í úrslitaleiknum í Moskvu 2008. Spánverjinn var ekki í leikmannahópi United í úrslitaleiknum en komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa verið í sigurliði í keppninni tvö ár í röð með mismunandi liðum. Læknissonurinn og barnabarn fyrrum forseta Barcelona er einn fjölmargra núverandi lykilmanna liðsins sem hafa skilað sér í gegnum barna- og unglingastarf félagsins. Hann hefur myndað frábært miðvarðapar með fyrirliðanum Carlos Puyol. Leikmennirnir eru algjörar andstæður sem fáir reiknuðu með að myndu smellpassa jafnvel saman og raunin hefur orðið. Hellisbúinn, harðjaxlinn og hinn grafalvarlegi Puyol með hinum fjallmyndarlega, eldhressa og léttleikandi Piqué. Liðið hefur ekki tapað deildarleik á Spáni í yfir tvö ár þegar þeir hafa verið saman í vörninni. Piqué, sem er í sambandi við poppstjörnuna Shakiru, hefur margoft sagst hafa lært gríðarlega mikið af Ferdinand og Vidic á tíma sínum hjá United. Hann beri mikla virðingu fyrir þeim sem og liðsfélaga sínum og vini Puyol. Varnarmaðurinn krullhærði bætir upp skort á knattspyrnulegum hæfileikum sínum með vinnusemi og baráttu. Leikirnir sex sem Barcelona hefur tapað á tímabilinu eiga eitt sameiginlegt. Puyol var fjarverandi. „Hann lítur á alla leiki sem úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu", segir Piqué um félaga sinn sem ætti samkvæmt því að vera laus við allan sviðskrekk á laugardagskvöldið.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00 Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira
Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00
Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15
Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00