Liverpool borgaði mest fyrir stigin sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2011 14:45 Kenny Dalglish þjálfari Liverpool með þeim Andy Carroll og Luis Suarez. Mynd/Getty Images Blackpool fékk flest stig fyrir peninginn en Liverpool fæst á nýlokinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan Blackpool greiddi tæpa hálfa milljón punda á hvert safnað stig varði rauði herinn frá Liverpool rúmum tveimur milljónum punda á stig. Þetta er niðurstaðan þegar launakostnaður liðanna er borinn saman við stigin sem liðin söfnuðu í leikjunum 38 í vetur. Það var vefsíðan sportingintelligence.com sem tók saman. Töfluna með liðunum tuttugu má sjá hér. Við útreikningana voru heildarlaun keppnisliðanna tímabilið 2009-2010 skoðuð en þar er miðað við laun til allra sem koma að keppnisliði félagsins; leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn. Laun sem félögin sjálf greiða til starfsmanna félagsins í skrifstofustörfum og svipuðum shlutverkum voru ekki talin með. Laun liðanna sem spiluðu í Championship deildinni þ.e. Blackpool, Newcastle og West Brom voru umreiknuð miðað við að um úrvalsdeildarlið væri að ræða. Þá voru laun allra liðanna tuttugu umreiknuð með tilliti til verðbólgu frá tímabilinu 2009-2010 til nýlokins tímabils. Að lokum var deilt með stigafjölda hvers liðs í lok tímabilsins. Ýmislegt vekur athygli þegar taflan er skoðuð. Árangur Avram Grant með West Ham liðið lítur enn verr út enda greiddi liðið aðeins skör lægra fyrir hvert stig sitt og Englandsmeistararnir frá Manchester. Margir hefðu eflaust reiknað með lærisveinum Arsene Wenger ofar í töflunni enda hefur hagfræðingurinn franski löngum verið talinn afar skynsamur þegar kemur að peningum. Engum ætti þó að koma á óvart að Chelsea og Man City verma botnsætin ásamt Liverpool. Hvernig árangri ætli Ian Holloway, Mick McCarthy og Roy Hodgson gætu náð með félög í eigu moldríkra viðskiptamanna? Í tilfelli Hodgson má segja að hann hafi klúðrað sínu tækifæri fyrr í vetur en áhugavert væri að sjá hvort menn á borð við Holloway og McCarthy gætu gert jafn góða hluti með stjörnum prýdd lið líkt og þeir hafa gert með óskrifuðu blöð sín, Blackpool og Wolves. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Blackpool fékk flest stig fyrir peninginn en Liverpool fæst á nýlokinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan Blackpool greiddi tæpa hálfa milljón punda á hvert safnað stig varði rauði herinn frá Liverpool rúmum tveimur milljónum punda á stig. Þetta er niðurstaðan þegar launakostnaður liðanna er borinn saman við stigin sem liðin söfnuðu í leikjunum 38 í vetur. Það var vefsíðan sportingintelligence.com sem tók saman. Töfluna með liðunum tuttugu má sjá hér. Við útreikningana voru heildarlaun keppnisliðanna tímabilið 2009-2010 skoðuð en þar er miðað við laun til allra sem koma að keppnisliði félagsins; leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn. Laun sem félögin sjálf greiða til starfsmanna félagsins í skrifstofustörfum og svipuðum shlutverkum voru ekki talin með. Laun liðanna sem spiluðu í Championship deildinni þ.e. Blackpool, Newcastle og West Brom voru umreiknuð miðað við að um úrvalsdeildarlið væri að ræða. Þá voru laun allra liðanna tuttugu umreiknuð með tilliti til verðbólgu frá tímabilinu 2009-2010 til nýlokins tímabils. Að lokum var deilt með stigafjölda hvers liðs í lok tímabilsins. Ýmislegt vekur athygli þegar taflan er skoðuð. Árangur Avram Grant með West Ham liðið lítur enn verr út enda greiddi liðið aðeins skör lægra fyrir hvert stig sitt og Englandsmeistararnir frá Manchester. Margir hefðu eflaust reiknað með lærisveinum Arsene Wenger ofar í töflunni enda hefur hagfræðingurinn franski löngum verið talinn afar skynsamur þegar kemur að peningum. Engum ætti þó að koma á óvart að Chelsea og Man City verma botnsætin ásamt Liverpool. Hvernig árangri ætli Ian Holloway, Mick McCarthy og Roy Hodgson gætu náð með félög í eigu moldríkra viðskiptamanna? Í tilfelli Hodgson má segja að hann hafi klúðrað sínu tækifæri fyrr í vetur en áhugavert væri að sjá hvort menn á borð við Holloway og McCarthy gætu gert jafn góða hluti með stjörnum prýdd lið líkt og þeir hafa gert með óskrifuðu blöð sín, Blackpool og Wolves.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira