Enski boltinn

Gerrard: Förum aftur framúr United á næstu árum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steven Gerrard í leik með Liverpool fyrr í vetur. Mynd. / Getty Images
Steven Gerrard í leik með Liverpool fyrr í vetur. Mynd. / Getty Images
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, tjáði sig um árangur Manchester United í enskum fjölmiðlum í gær, en hann telur að Liverpool eigi eftir að komast framúr Man. Utd. í baráttunni um fjölda meistaratitla.

Bæði þessi lið hafa 18 sinnum orðið enskir meistarar en nú er útlit fyrir að Manchester United sé að landa sínum 19. meistaratitli og komast því loksins upp fyrir Liverpool.

„Það er erfitt að horfa upp á met okkar falla, en það er lítið sem við getum gert í því núna. Aftur á móti eru jákvæðir hlutir að gerast innan liðsins og við erum klárlega á réttri leið. Liverpool mun komast framúr Man. Utd. á nýjan leik, það er ekki spurning," sagði Gerrard.

„Það að sjá erkifjendur okkar vinna sinn 19. titil mun virka sem vítamínssprauta á okkar lið og menn verða enn staðráðnari í því að gera betur á næsta tímabili. Við eigum enn fleiri titla í Evrópukeppni og það er hlutur sem við getum verið stoltir af," sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×