Enski boltinn

Gabbidon sektaður fyrir twitterfærslu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Danny Gabbidon í leik með West Ham á tímabilinu. Mynd. / Getty Images
Danny Gabbidon í leik með West Ham á tímabilinu. Mynd. / Getty Images
Danny Gabbidon, leikmaður West Ham United, hefur verið sektaður af enska knattspyrnusambandinu eftir harða twitter færslu sem leikmaðurinn setti inn í apríl.

Gabbidon var ekki paránægður eftir tap gegn Aston Villa í aprílmánuði, en rétt eftir leikinn skrifaði hann „U know what, f*** the lot of you, u will never get another tweet from me again, you just don't get it do you. Bye bye,“ en enska knattspyrnusambandið tekur virkilega hart á slíku orðbragði og því var leikmaðurinn sektaður um sex þúsund pund eða rúmlega eina milljón íslenskra króna.

Aðeins einni viku áður hafði Charlton Cole, leikmaður West Ham, einnig sett inn twitterfærslu sem hann hlaut sekt fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×