Enski boltinn

Roberts: Það verður ekkert partý hér

Stefán Árni Pálsson skrifar
Roberts hræðist Man. Utd. ekkert. Mynd. / Getty Images
Roberts hræðist Man. Utd. ekkert. Mynd. / Getty Images
Jason Roberts, leikmaður Blackburn Rovers, ætlar sér stóra hluti gegn Manchester United næstkomandi laugardag, en þá getur Man. Utd. tryggt sér enska meistaratitilinn í 19. sinn í sögu félagsins.

Man. Utd. nægir aðeins að fá eitt stig úr síðustu tveimur leikjum liðsins en liðinu hefur ekkert gengið neitt  sérstaklega vel á Ewood Park á undanförnum tímabilinu.

Roberts segir að lið sitt ætli sér að eyðileggja titilpartýið og ná í öll þau stig sem í boði eru á laugardaginn.

„Ég hef verið í liði sem hefur unnið Manchester United á Ewood Park og það er frábær tilfinning, kannski tekst það aftur“.

„Þú færð ekkert mörg svona tækifæri á ferlinum og þegar maður spilar gegn Man. Utd. þá leggur maður sig alltaf eins mikið fram og mögulegt er“.

„Þeir eru samt sem áður verðugir meistarar en þeir verða að koma til Blackburn fyrst og ná fram úrslitum, það verður erfitt fyrir þá,“ sagði Jason Roberts, nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×