Íslenski boltinn

Ólafur Helgi: Ánægður með stígandann

Valur Smári Heimisson á Hásteinsvelli skrifar
Mynd/Valli
Ólafur þjálfari Breiðabliks var nokkuð sáttur við leik sinna manna í kvöld þótt þeir hefðu ekki náð sigrinum. Blikar komust yfir í fyrri hálfleik en Eyjamenn jöfnuðu í þeim síðari.

„Ég er svona bæði sáttur og ósáttur með þennann leik, við áttum undir högg að sækja í síðari hálfleik og ágætt að standa það af sér. Við þurfum samt að spila meira í takt því ég veit að við getum betur."

„Ég held að þetta sé svona leikur þar sem báðum þjálfurum finnst þetta vera tvö töpuð stig því sigurinn hefði getað dottið báðum megin hérna í lokin. Bæði lið voru að sækja mikið og að gefa hættuleg færi á sér eftir mistök þegar menn voru orðnir þreyttir."

Blikarnir fara rólega af stað í þessu móti en sýndu ágæta takta í leiknum og virðast vera að koma til. „Ég er ánægður með stígandann í liðinu og veit að við eigum mikið inni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×