Íslenski boltinn

Þórarinn Ingi: Vilji og barátta í restina

Valur Smári Heimisson á Hásteinsvelli skrifar
Mynd/Anton
Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur verið sjóðandi heitur í síðustu leikum ÍBV. Hann skoraði stórglæsilegt sigurmark á móti Valsmönnum í uppbótatíma í síðustu umferð og hélt uppteknum hætti í dag þegar hann skoraði jöfnunamarkið á móti Breiðablik.

„Mér fannst við byrja vel hjá okkur. Við fengum þó á okkur mark og þá fannst mér þetta detta svolítið niður hjá okkur. Við komum ákveðnir inn í seinni hálfleikinn og vorum mun betri þar - viljinn og baráttan var komin í restina.“

„Það var kominn þreyta í mannskapinn hérna í restina en hvorugt liðið náði að nýta sér það. En það er líka búið að vera mikið af leikjum en menn vissu alveg af því og hafa haft góðan tíma til að undirbúa sig. Þetta gekk einfaldlega ekki í dag eins og þetta var nú flott í síðasta leik. Svoleiðis er þetta bara.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×