Íslenski boltinn

Jón Guðni: Minn lélegasti leikur með Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Fram, var allt annað en sáttur við málalok eftir að hans menn töpuðu 5-2 fyrir Stjörnunni á heimavelli í kvöld.

„Ég segi bara ekkert gott. Við erum öll völd á þessum leik finnst mér og það var auðvelt að gera eitthvað fram á við - sem hefur kannski vantað á síðustu leiki. En síðan gerist eitthvað - það bara slokknar á öllu og ég veit ekki hvað gerist. Það hrynur bara allt. Móttökur og sendingar og einföldustu hlutirnir í fótboltanum voru að vefjast fyrir okkur. Stoppa boltan og senda - það gekk ekki.“

Við verðum samt að fara rífa okkur upp. Það er ekkert hægt að segja endalaust - þetta er bara einn leikur í einu. En það er samt nóg eftir þetta mót er rétt byrjað en við þurfum samt að fara rífa okkur upp á rassgatinu og sýna hvað í okkur bý. Ég efast samt um að ég sofi eitthvaði í kvöld. Þetta var að ég held lélegasti leikur sem ég hef spilað síðan ég kom í Fram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×