Íslenski boltinn

Þaulreyndur ástralskur framherji til meistaraliðs Blika

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Íslandsmeistaralið Breiðabliks í fótbolta karla hefur samið við Dylan MacAllister.
Íslandsmeistaralið Breiðabliks í fótbolta karla hefur samið við Dylan MacAllister. fifa.com
Íslandsmeistaralið Breiðabliks í fótbolta karla hefur samið við Dylan MacAllister. Hinn 29 ára gamli ástralski framherji hefur leikið m.a. með norsku úrvalsdeildarliðunum Lyn og Brann en á undanförnum árum hefur hann leikið með liðum í efstu deild í heimalandinu. Frá þessu er greint á heimasíðu stuðningsmanna Breiðabliks.

MacAllister er hávaxinn eða rétt rúmlega 1.90 m og hefur hann leikið fjölmarga unglingalandsleiki fyrir Ástralíu og einn A-landsleik. Hann verður löglegur með Blikum gegn Fylki þegar liðin mætast á Kópavogsvelli eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×