Íslenski boltinn

ESPN fjallar um fögn Stjörnumanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þó svo Stjörnumenn séu hættir að fagna á sinn einstaka hátt er ekki hætt að fjalla um þá í erlendum sjónvarpsþáttum. ESPN hefur nú birt á netinu stórskemmtilega umfjöllun sína um Stjörnustrákana og fögnin frægu.

Athygli vekur að Stjörnustrákarnir virðast hafa pantað sér æfingatreyjur fyrir ameríska innslagið þar sem þeir eru vel merktir íslenskum fyrirtækjum eins og Icelandair, Icelandic Glacial og svo auglýsa þeir meira að segja Reyka Vodka á bakinu en það má í erlendu sjónvarpi. Þeir hafa því væntanlega eitthvað grætt á uppátækinu, Smá bónus.

Innslagið er eins og áður segir stórskemmtilegt og má sjá það hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×