Íslenski boltinn

Einhverjir stuðningsmenn FH kölluðu leikmenn ræfla og aumingja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Af spjalli stuðningsmanna FH.
Af spjalli stuðningsmanna FH.
Ljót uppákoma átti sér stað eftir leik FH og Víkings í gær. Margir stuðningsmenn FH voru langt frá því að vera sáttir við sitt lið í gær gegn Víkingi enda var FH að leika afar illa. Flestir héldu þó ró sinni eftir leik en einhverjir þeirra misstu stjórn á skapi sínu eftir leikinn og létu leikmenn heyra það.

Fram kemur á spjallsíðu stuðningsmanna FH að einhverjir stuðningsmenn liðsins hafi kallað leikmenn aumingja og ræfla er þeir gengu til búningsklefa.

Það kunni Pétur Viðarsson, miðvörður FH, ekki að meta og hann sagði viðkomandi að halda kjafti.

Það skilaði litlu, eftir því sem fram kemur á spjallsíðunni, því viðkomandi aðilar urðu enn reiðari fyrir vikið.

Meirihluti stuðningsmanna FH hvatti sitt lið áfram á jákvæðan hátt í gær, eins og venjulega, og fordæma sumir þeirra þessa hegðun einstaklinganna sem misstu stjórn á skapi sínu.

Hægt er að lesa þessa umræðu hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×